Fréttir

Stjórnarfundur 12.02.2007

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 12. febrúar 2007, kl. 20:00
15. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2006

Mættir: Ingibjörg J., Ingibjörg B., Pálmi, Kristjana og Arnþrúður. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.

Fundarstaður: Húsnæði ÍÆ, Ármúla 36, Reykjavík

1) Aðalfundur

Aðalfundur ÍÆ verður haldinn í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 20. mars
næstkomandi. Auglýsa þarf fundinn ekki seinna en 27. febrúar. Framboð til stjórnarkjörs
þarf að berast skriflega ekki seinna en 6. mars. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun
verða boðið upp á fyrirlestur. Reynt verður að fá erlendan fyrirlesara til að tala um
ættleiðingarsambönd í heiminum.

2) Ættleiðingarmál fyir barnaverndarnefnd

Dómsmálaráðuneytið verður með kynningu á ættleiðingarmálum fyrir barnaverndarnefnd og hefur ÍÆ verið beðið um að vera kynningu á félaginu. Dagsetning er ekki komin á þessa kynningu.

3) Vefsíðan

Æskilegt er að hafa ritstjórn fyrir vefsíðuna þar sem hún er málgagn félagsins á sama hátt og tímarit félagsins. Ákveðið að í ritstjórn verði stjórnarmennirnir Pálmi, Arnþrúður og Kristjana. Lögð verður áhersla á að setja inn fréttir af ættleiðingarmálum og málum tengdum ættleiðingum, bæði á innlendum og erlendum vetvangi. Fundargerðir stjórnar verðar settar inn eins fljótt hægt er. Þá er búið að setja upp spjall tengt síðunni sem ætlað er fyrir félagsmenn ÍÆ. Gert er ráð fyrir að félagsmenn geti spjallað um hvað eina sem þeim liggur á hjarta varðandi ættleiðingar, skiptast á skoðunum og leita ráða. Settar verða upp siðareglur fyrir spjallið og lögð er áhersla á að hafa það málefnalegt og uppbyggjandi. Spjallið er tilbúið til notkunar en eftir er að setja upp skráningarferli og þeir sem vilja skrá sig þurfa að vera samþykktir og eru eingöngu félagsmenn í ÍÆ eru gjaldgengir. Fanney verður aðstoðarmaður ritstjórnar vefsíðunnar.

4) Styrkir til starfseminnar

Búið er að setja upp bréf fyrir þessa styrki. Sent verður til Reykjavíkurborgar, Akureyrar, Hafnarfjarðar og Kópavogs.

5) Önnur mál

a. ÍÆ á 30 ára starfsafmæli á næsta ári. Hugmyndir eru með að halda stóra afmælishátíð þá. Skipa þarf í undirbúningsnefnd á aðalfundinum og undirbúning þarf að hefja sem fyrst.

b. Ráðstefna um alþjóðlegar ættleiðingar í Nepal 11. til 13. mars næstkomandi. Stjórnin sér sér ekki fært að sækja þessa ráðstefnu að þessu sinni. Önnur ráðstefna er um ættleiðingar í Eþíópíu um þessar mundir. Tilkynning um ráðstefnuna barst með mjög stuttum fyrirvara og stjórnin sér sér ekki fært að sækja ráðstefnuna að þeim sökum.

c. Samtökin 78 ætla að halda kynningarfund um fóstur og ættleiðingar þann 22. febrúar. Ingibjörg J., Ingibjörg B. og Kristjana ætla að mæta á þann fund.

Næsti fundur ákveðinn 6. mars 2007

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari.


Svæði