Stjórnarfundur 12.03.1986
Mætt eru Guðrún Sveinsdóttir, Sigurður Karlsson, Jón Hilmar, Engilbert Valgarðsson, Elín Jakobsd.
Fundur settur kl. 9.25.
Aðalefni fundarins var stöðvun ættleiðingarleyfa í dómsmálaráðuneytinu.
Ástæða: Hjón sem fóru út 21.des komu heim með barn á röngum pappírum. Barn það er þau áttu að fá veiktist og fengu þau þá þetta barn á pappírum fyrra barns sem er 5 vikum eldra en það barn sem heim kom.
Til lausnar að okkar viti nú sem stendur. Ath með aðrar leiðir í gegnum Dammas, fá lögfræðilega aðstoð, fá fund með ráðherra og fulltrúum.
Ljóst er að félagsmálastofnun Rvk. ætlar að hætta að láta þessi mál ganga fyrir og taka þau þar í röð eins og önnur mál.
Elín kom með tillögu um það að Jón Hilmar fylgi formanni á fund í dómsmálaráðuneyti.
Sigurður kom með þá tillögu að einn aðili hefði á höndum sér alla pappírafhendingar til dómsmálaráðuneytisins. Teljum þetta fyrirkomulag betra þar sem fólk er æði misjafnt og gæti pirrað fólk í dómsmálaráðuneytinu að vera sífellt að fá fólk í sömu erindagjörðum.
Guðrún kom með þá tillögu að Helga Bragadóttir í fræðslunefnd gæti hugsanlega létt af Gesti Pálssyni lækni að undirbúninginn áður en fólk heldur utan.
Fleira var ekki á dagskrá.
Fundi slitið kl. 12:05.
Elín Jakobsdóttir ritari.