Fréttir

Stjórnarfundur 12.10.2021

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 12. október kl. 17:00.

Mætt: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Dylan Herrera, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir og Tinna Þórarinsdóttir.  

Þá tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.  

Sigurður Halldór Jesson er í leyfi frá stjórnarstörfum.  

Dagskrá stjórnarfundar 

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Askur, skýrsla skrifstofu 
  3. Reglugerð um ættleiðingar 
  4. Bréf frá DMR 
  5. Skrifstofa ÍÆ 
  6. Starfsdagur 
  7. Siðareglur ÍÆ 
  8. 6 mánaða uppgjör 
  9. Fræðslumál 
  10. EurAdopt & NAC 
  11. Illicit practice in adoption - vinnuhópur á vegum Haag-samningsins 
  12. Önnur mál

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Ekki var útbúin fundargerð á síðasta fundi. Fáir voru mættir en m.a. var ritari ekki á fundi. Einungis var farið yfir reglugerð og breytingar á reglugerð á þeim fundi.

2. Askur, skýrsla skrifstofu
Dylan og Kristinn að vinna í grunninum. Hafa verið að skoða sérstaklega varðandi persónuvernd gagna. Í október sl. var námskeiðið „Er ættleiðing fyrir mig?“ haldið. Fáir þáttakendur voru skráðir. Nokkur fyrstu viðtöl voru í mánuðinum. Komnar eru fimm umsóknir á þessu ári. (Voru fimm umsóknir í fyrra). Erum að reikna með tveimur umsóknum í viðbót á árinu.14 umsóknir eru í vinnslu hjá sýslumanninum.

3. Reglugerð um ættleiðingar
Kristinn vann greinargerð vegna breytinga á reglugerð. Lísa og Berglind hafa lesið yfir og gert athugasemdir. Aðrir stjórnarmenn jafnframt lesið yfir og samþykkja. Kristinn mun senda á ráðuneyti fyrir vikulok.

4. Bréf frá DMR
Skrifstofunni barst bréf frá ráðuneytinu 29. september sl. vegna komandi endurnýjunar á  þjónustusamningi. Fara á fram úttekt fyrir gerð nýs samnings. Mikilvægt að lokið verði við samninga sem í vinnslu eru við Kólumbíu og Dóminíska lýðveldið.

5. Skrifstofa ÍÆ
Skoða þarf vangaveltur varðandi opnunartíma skrifstofu sem rætt var um í minnisblaði frá því í sumar og varðaði sumarfrí og opnunartíma skrifstofu í framtíðinni. Í reglugerð er gerð krafa um að hafa skrifstofu opna. Stjórn þarf að ræða og taka ákvörðun um opnunartíma skrifstofu í framtíðinni.

6. Starfsdagur
Vísa til umræðu í lið 5. Stjórn ákveður að hafa annan starfsdag fljótlega til að ræða framtíðina og hvernig við sjáum málaflokkinn þróast. Skoða stefnumótun til framtíðar.

Stjórn ákveður að laugardaginn 13. nóvember nk. verði bæði stjórnarfundur og starfsdagur. Elísabet mun senda dagskrá fyrir starfsdag með fyrirvara á stjórn og starfsmenn.

7. Siðareglur ÍÆ
Stjórn vill skoða hvort félagið eigi undir ný lög um  félög til almannaheilla. Lísa og Berglind ætla að skoða en vilja fá upplýsingar frá ráðuneyti hver þeirra skoðun er. 

Eigi félagið undir umrædd lög þurfa breytingar á siðareglum félagsins að byggja á þeim grunni. Um þetta þarf svo að kjósa um á aðalfundi og því mikilvægt að undirbúningi verði lokið fyrir næsta aðalfund.

Lísa og Berglind ætla einnig að skoða siðareglur EurAdopt og Nac við vinnslu nýrra siðareglna.

8. 6 mánaða uppgjör
Félaginu ber að senda hálfsárs uppgjör á ráðuneytið. Uppgjörið hafði ekki verið sett inn á grunn fyrir fundinn svo stjórn gat ekki kynnt sér fyrir fund.

9. Fræðslumál
Félagið þarf að auka við fræðslu. Fræðsla fyrir félagsmenn datt eðlilega niður í covid en nú er mikilvægt að koma því aftur í gang. Það er komin fræðsla á dagskrá fimmtudaginn 14. október nk. Félagið þarf að vera opið í að finna nýjar leiðir til að ná til fólks. Skiptir máli að halda góðum tengslum við félagsmenn.

10. EurAdopt og Nac
Nac aðalfundur var 25. september sl. Næsti fundur hjá Nac verður fimmtudaginn 14. október. Elísabet var aftur valin formaður. Lísa og Berglind skiptu um stöðu. Berglind ætlar að vera aðalmaður og Lísa varamaður næsta tímabil.

16. september sl. var EurAdopt fundur. Fundargerð þaðan hefur ekki borist en verður send þegar hún berst. Næsti fundur þar verður í janúar. Aðalfundur og ráðstefna verður í apríl 2022.

11. Illicit practice in adoption - vinnuhópur á vegum Haag-samningsins 
Kristinn er aðili Nac í hópnum. Kristinn skrifaði frétt um um fundinn sem hann sat í byrjun október sem unnin var upp úr fundargerð fundarins. Fréttin birtist á heimasíðu félagsins 10. október sl. Næsti fundur verður 8. nóvember nk. og mun aðilum í Nac gefast kostur á að koma athugasemdum á framfæri við Kristinn fyrir þann fund sem hann getur svo borið áfram.

12. Önnur mál
Rætt um nýjar fréttir þess efnis að Kristinn ásamt fjölskyldu sinni mun flytja til Haag á komandi ári. Stjórn mun ræða mál og skoða framhald.

Fundi lokið kl: 18:55

Næsti fundur: Laugardaginn 13. nóvember.


Svæði