Fréttir

Stjórnarfundur 12. ágúst 2025

Mætt: Helga Pálmadóttir, Jón Björgvinsson og Sigríður Dhammika Haraldsdóttir.Í gegnum fjarfundarbúnað: Selma Hafsteinsdóttir. Fjarverandi: Elísabet Hrund Salvarsdóttir  
Þá tók Ásta Sól Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.    

Dagskrá stjórnarfundar:

  1. Fundagerð 11. júní  

  1. Skýrsla skrifstofu fyrir júní og júlí  

  1. Fundur með dómsmálaráðherra / nýr samningur  

  1. Reykjavíkurmaraþonið  

  1. 6 mánaða uppgjör  

  1. Samningur MBR vegna stuðnings við ættleidd börn og fjölskyldur þeirra  

  1. Dagskrá haustsins  

  1. Innrétting og haustþrif  

  1. Önnur mál  

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar    
Fundargerð samþykkt.   

2. Skýrsla skrifstofu fyrir júní og júlí 
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu og skýrsla rædd.    

3. Fundur með dómsmálaráðherra / nýr samningur  
Fundurinn með ráðherra verður haldinn þann 20. ágúst kl 11 og var undirbúningur ræddur. Framkvæmdastjóri, formaður og varaformaður koma til með að sitja fundinn. 

4. Reykjavíkurmaraþonið  
Auglýsa þarf betur. Ákveðið var að halda pylsuveislu hjá framkvæmdastjóra eftir hlaupið milli kl. 13 og 15. Athuga þarf með banner fyrir stuðningsliðið og klára prentun á bolum fyrir hlauparana.  

5. 6 mánaða uppgjör 
Er í vinnslu og verður sent til stjórnarmanna til samþykktar og skilað samkvæmt þjónustusamningnum þann 1. september.  

6. Samningur MBR vegna stuðnings við ættleidd börn og fjölskyldur þeirra 
Útfærsla varðandi hvernig nota skal fjárhaginn er í mótun á skrifstofunni. Haldinn verður sérstakur fundur vegna þessa á næstunni.   

7. Dagskrá haustsins  
Í vinnslu og kynnt síðar.  

8. Innrétting og haust þrif  
Samvinnuþrif stjórnar og starfsfólks verða á skrifstofunni og klárað verður að setja upp innréttinguna í haust.  

9. Önnur mál 

  • Fyrirhugaður fundur með Félagi fósturforeldra þann 21.ágúst næstkomandi var ræddur. Framkvæmdastjóri, formaður og sérfræðingur ÍÆ sitja fundinn. 

  • Fundur vegna nýrrar vefsíðu verður haldinn 28.ágúst með Stefnu en kerfið sem styður hana er orðið úrelt og ekki annað í stöðunni en að gera nýja. Jón Björgvinsson meðstjórnandi situr fundinn ásamt starfsfólki skrifstofu. 

  • Verið er að klára að safna gögnum fyrir löggildingu í Kólumbíu og ætti það að klárast á haustdögum. 

  • Samþykkt var að senda DMR athugasemdir við vinnubrögð sýslumanns í ýmsum málum.  

Fundi slitið kl. 18:40  

Aukafundur verður í næstu viku.  
Næsti stjórnarfundur í september.  


Svæði