Fréttir

Stjórnarfundur 13.11.2021

Breyting varð á dagskrá stjórnarfundar vegna úttektar KPMG á starfi félagsins, stjórnarfundur breytist í starfsdag með starfsfólki skrifstofu og stjórn ÍÆ.

Starfsdagur Íslenskrar ættleiðingar, laugardaginn 13. nóvember kl. 09.

Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir, Dylan Herrera, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Kristinn Ingvarsson, Lísa Björg Lárusdóttir, Rut Sigurðardóttir og Tinna Þórarinsdóttir.

Ragnheiður Davíðsdóttir og Brynja Dan boðuðu forföll.

Sigurður Halldór Jesson er í leyfi frá stjórnarstörfum.

 Upphafleg dagskrá starfsdags var eftirfarandi:

 1. Hvar stöndum við í dag?

2. Samstarf við ráðuneyti.

3. Ástandið í málaflokknum í öðrum löndum.

4. Fræðsla & félagsstarf.

5. Framtíðin, hvert viljum við stefna?

6. Annað.

Vegna úttektar KPMG í tengslum við endurnýjun á þjónustusamningi var ákveðið að breyta dagskrá fundar og ræða þess í stað atriði tengd úttektinni.

1. Úttekt KPMG á starfi félagsins

Kristinn er búinn að útbúa Teams hóp fyrir stjórn þar sem hann hefur sett inn gögn sem KPMG hafa óskað eftir. Kristinn er að velta fyrir sér beiðni að baki úttekt, hvort við eigum rétt á að fá hana afhenta. Stjórn sammála um að við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að hún verði afhent. Kristinn ætlar að senda beiðni og óska eftir því.

Rætt um hvernig hægt sé að sýna fram á að þjónusta eftir ættleiðingu sé forsenda fyrir því að miðstjórnarvald geti uppfyllt milligögnu um ættleiðingar á grundvelli Haag samnings.

Áhersla lögð á að miðstjórnarvaldið beri alltaf ábyrgð á ættleiðingunum.

Handbók stjórnar og starfsfólks íslenskrar ættleiðingar. Senda það til KPMG.

Starfsreglur stjórnar. Stjórnarmenn þurfa að kynna sér fyrir næsta stjórnarfund og samþykkja.

Rætt um að mikilvægt sé að stjórn sé fjölbreytt. Gott að hafa manneskju í ferli, uppkomna ættleidda og aðila sem eiga ættleidd börn. Mikilvægt að aðilar sem koma nýjir inn í stjórn kynni sér starfsemi félags, lög, reglur og samninga sem félagið er aðili að, starfsreglur stjórnar o.s.frv.

Viðtöl starfsmanna og stjórnarmanna við aðila KPMG. Allir sammála um að gott sé að undirbúa sig svo skýrt komi fram það sem við viljum að komist til skila.

Leggja þarf fram tölfræði eða yfirlit yfir þjónustu sem félagið er að veita til viðbótar við tölfræði umsókna, ættleiðinga o.s.frv. Mæla þörf umsækjanda til eftirfylgni og hvernig því er sinnt.

Málaflokkurinn er allt annar nú og fyrir 20 árum. Ekki hægt að bera saman málaflokkin í dag og þegar við fengum fyrsta þjónustusamninginn. Þróunin gríðarleg, þekking orðin meiri. Við vitum enn betur í dag hve mikilgt það er að styðja við þessi börn og foreldra þeirra. Besta leiðin til að aðstoða foreldra í að aðstoða börnin.

Fundi lokið kl. 11:30


Svæði