Fréttir

Stjórnarfundur 14.06.2016

Árið 2016, þriðjudaginn 14.júní kl. 21:00 kom stjórn Íslenskra ættleiðingar sama á fundi í Skipholti 50b. Fundinn sátu Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Dagný Rut Haraldsdóttir og Sigrún María Kristinsdóttir. 

Enn fremur sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri félagsins. 

Þetta var tekið fyrir:
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Yfirfara þarf fundargerð vegna breytingatillagna 

2. Mánaðarskýrsla skrifstofu
Framkvæmdarstjóri fer yfir skýrslu fyrir maí. 

3. Húsnæðismál félagsins
Umræðu um málið frestað, húsnæðisnefnd gert að fara yfir málin. 

4. Starfsmannamál
Skrifstofa verður ekki opin í 3 vikur, frá 11.júlí en bakvakt verður allar vikurnar. 

5. Málefni Tógó
Farið yfir fund á vegum Innanríkisráðuneytis vegna stöðu ættleiðingarmála gagnvart Tógó.

6. Sýslumaður
Staða mála rædd. Framkvæmdarstjóra falið að útbúa bréf sem sent verður frá félaginu.

7. Stjórnarfundur NAC og Euradopt og ráðstefna
Málin rædd 

8. Önnur mál.
45 ára afmæli stjórnmálasambands Kína og Íslands. Framkvæmdastjóri og varaformaður mættu fyrir hönd félagsins.

Fundi slitið 22:50


Svæði