Fréttir

Stjórnarfundur 15.06.1983

Formaður greindi frá fundi, sem haldinn var með formönnum Ísl. ættleiðingar og Ísland-Guatemala annars vegar og fulltrúum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar hins vegar.
Á fundinum gerðu aðilar grein fyrir viðhorfum sínum til ættleiðingarmála og virðist sem ýmsum misskilningi og tortryggni hafi verið eytt.
Fulltrúar fél.st.Rvk. (Ása Ottesen og Sigrún Gísladóttir) lögðu ríka áherslu á að félögin yrðu sameinuð, þannig að ekki væri verið að dreifa kröftum þeirra, sem vildu vinna að þessum málum. Einnig töldu fulltr. fél.st. að nauðsynlegt væri að sækja um lögleiðingar á þessari félagsstarfssemi og bentu á það í þessu sambandi að þannig væri málum háttað á öðrum Norðurlöndum.
Fram kom að samþykkt hefði verið á félagsfundi hjá Ísl.-Guatemala, sem haldinn var í maí, að fela stjórn þess að vinna að þessari sameiningu.
Núverandi stjórn Ísl. ættleiðingar er öll hlynnt þessari hugmynd.
Hvað varðar löggildinguna, teljum við þó að það mál þurfi að skoða betur enda margar hliðar á því máli.
Tekið fyrir bréf frá Adoption Centrum í Svíþjóð en í því er okkur boðin þátttaka í samnorrænu þingi um ættleiðingarmál, sem halda á í Gautaborg 16-17 sept. '83.
Var ákveðið að senda fulltrúa á þingið ef stykur fengist til fararinnar. Svíunum var því sent bréf og þeir beðnir um að kanna möguleika á útvegun styrks hjá einhverjum norrænum sjóði.

Ottó B. Ólafs.


Svæði