Fréttir

Stjórnarfundur 15.08.2017

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 15. ágúst 2017 kl. 19:30 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b. 

Fundinn sátu: Ari Þór Guðmannsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lára Guðmundsdóttir (fjarfundarbúnaður) og Lísa Björg Lárusdóttir, Dagný Rut Haraldsdóttir, Magali Mouy og Sigurður Halldór Jesson. 

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri. 

Dagskrá: 

  1. Fundargerð síðasta fundar. 
  2. Mánaðarskýrslur júní/júlí. 
  3. Starf skrifstofu - minnisblað um lækkun starfshlutfalls. 
  4. Tvöfaldur uppruni, námskeið fyrir uppkomna ættleidda,  glærukynning 
  5. Barna- og unglingastarf, minnisblað. 
  6. Málþing. 
  7. NAC ráðstefna Helsinki 29.-30.9. 
  8. Önnur mál.  
  1. Fundargerð síðasta fundar. 
    Samþykkt. 
  2. Mánaðarskýrslur júní/júlí. 
    Mánaðarskýrslur ræddar. 
  3. Starf skrifstofu - minnisblað um lækkun starfshlutfalls. 
    Lárus Blöndal hefur óskað eftir því að minnka starfshlutfall sitt og mun Rut Sigurðardóttir taka við hluta af verkefnum hans. Þá mun hann einnig einbeita sér að fræðistörfum í þágu ættleiddra.
  4. Tvöfaldur uppruni - námskeið fyrir uppkomna ættleidda, glærukynning.  
    Fjallað um námskeiðið Tvöfaldur uppruni og formaður segir frá fundi sem hún og Lárus Blöndal áttu með skipuleggjendum námskeiðsins. Erindi þeirra vísað til fræðsluteymis.
  5. Barna- og unglingastarf - minnisblað  
    Sagt frá fyrirhuguðu félagsstarfi fyrir börn og unglinga. Rut Sigurðardóttir félagsráðgjafi og Ragnheiður Helgadóttir frístundaleiðbeinandi og kennaranemi munu stýra námskeiðinu. Fé sem aflast vegna áheita í Reykjavíkur maraþoni verður notað til fjármagna þetta að hluta. 
  6. Málþing  
    Rætt um fyrirhugað málþing í tengslum við afmæli félagsins á næsta ári. Undirbúningur er hafinn og er verið að skoða spennandi fyrirlesara fyrir málþingið.
    NAC ráðstefna í Helsinki dagana 29.-30. september 
    Formaður sem er einnig aðalmaður félagsins í stjórn NAC (Nordic Adoption Council), Ari varamaður félagsins í stjórn NAC og framkvæmstarstjóri munu fara á ráðstefnu regnhlífasamtakanna sem haldin verður í  Helsinki dagana 28. - 30.september nk. 

    Á ráðstefnunni mun verða fjallað m.a. um samfélagsmiðla og hlutverk þeirra í tengslum við ættleiðingar.
  7. Önnur mál 
    7.1. Tengiliður félagsins hjá miðstjórnvaldi Tógó 
    Skrifstofa fékk tilkynningu um að starfsmaður skrifstofu miðstjórnvalds Tógó hafi hætt störfum. Ekki hafa borist upplýsingar um hver mun taki við starfi hennar. Þessar breytingar gera það að verkum að enn mikilvægara er að heimsækja landið á næsta ári til að upplýsa nýjan starfsmann um málaflokkinn á Íslandi og starf félagsins.
    7.2. Sri Lanka
    Verið er að skoða möguleika á ferð til Sri Lanka.
    7.3. Kraftur
    Framkvæmdastjóri segir frá samtali við framkvæmdastjóra Krafts um möguleika þeirra sem hafa greinst með  krabbamein varðandi ættleiðingar. Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar hefur verið beðinn um að skrifa pistil í handbók sem Kraftur gefur úr. Einnig var óskað eftir því að framkvæmdastjóri yrði gestur á fræðslukvöldi Krafts þar sem fjallað verður um barneignir.
    7.4. Þjónustusamningur 
    Hafin er vinna við undirbúning að nýjum þjónustusamningi við dómsmálaráðuneytið. Ákveðið að óska eftir fundi með dómsmálaráðherra til að kynna honum málaflokkinn. 
    7.5. Reykjavíkurmarþon 
    Fjórtán einstaklingar hafa tilkynnt að þeir ætla að hlaupa í Reykjavíkurmarþoni í ár og láta áheit sem þeir safna renna til Íslenskrar ættleiðingar. Þetta er mjög ánægjulegt og lýsir stjórn yfir þakklæti sínu í garð þeirra. 

 Næsti fundur stjórnar verður miðvikudaginn 13. september kl. 19.30. 

Fundi slitið kl. 21.10 
Fundarritari: Sigurður Halldór Jesson 

 


Svæði