Fréttir

Stjórnarfundur 16.08.2016

Árið 2016, þriðjudaginn 16. ágúst kl. 20:00 kom stjórn Íslenskrar ættleiðingar saman á fundi í Skipholti 50b. Fundinn sátu Ágúst H. Guðmundsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Dagný Rut Haraldsdóttir, Sigrún María Kristinsdóttir og Vigdís Häsler. 

Enn fremur sátu fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins og Ragnheiður Davíðsdóttir verkefnisstjóri skrifstofu.

Þetta var tekið fyrir:

1. Fundargerðir síðustu stjórnarfunda frá stjórnarfundi 17. apríl 2016
Fundargerðir stjórnar frá stjórnarfundi dags. 17. maí og 14. júní sl. samþykktar. 

2. Aukaaðalfundur.
Stjórn hefur ákveðið í samræmi við bókun í fundargerð aðalfundar 2016, að halda aukaaðalfund þann 8. september 2016, kl. 20. Fundurinn verður haldinn á Hilton Nordica.   

3. Starfsemi skrifstofu.
Rætt. Annar kostnaður vegna starfsmanna skrifstofu samþykktur.

4. Mánaðarskýrslur framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fer yfir mánaðarskýrslu fyrir júní.

5. Húsnæðismál
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað um fjárhagsstöðu félagsins. Rætt innan stjórnar og fyrirhugað til frekari umræðu á starfsdegi stjórnar.  

6. Heimsókn fræðimanna á sviði ættleiðingarmála.

Akira Deguchi mun koma til landsins ásamt kollega sínum. Stjórn og starfsfólk skrifstofu mun setja saman dagskrá og fræðslu fyrir félagsmenn 31. ágúst.

7. Framkvæmdastjóri kynnir drög að fræðslu vetrarins.
Framkvæmdastjóri fór yfir dagskrá fræðslu vetrarins sem mun hefjast þann 23. ágúst nk. Dagskrá fræðslu verður birt á heimasíðu félagsins.

8. Umsóknir til Indlands
Framkvæmdastjóra falið að gera minnisblað um stöðu á Indlandi.

9. Eftirfylgd við þjónustusamning IRR: 
a)  
Þjónustukönnun – Er ættleiðing fyrir mig?
Könnun send á ráðuneytið.
b)  Könnun á annarri stoðþjónustu tengd ættleiðingum 2014-2016
Rætt innan stjórnar.
c)  6 mánaða uppgjör – óendurskoðað
Rætt innan stjórnar. Skýrsla frá skrifstofu mun fylgja með til ráðuneytisins. 

10. Starfsdagur stjórnar og skrifstofu
Starfsdagur stjórnar og skrifstofu verður haldinn 8. október nk. frá kl. 9-16.

11. Fyrirhuguð heimsókn sendinefndar frá Tógó
Rætt innan stjórnar.

12. Önnur mál

  1. Fundur framkvæmdastjóra og starfshóps velferðarráðuneytisins.
  2. Frumvarp til laga um br. á fæðingarorlofi.
  3. Þjónusta lögfræðistofu.
  4. Reykjavíkurmaraþon. Allir styrkir verða færðir í barna- og unglingastarf félagsins.
  5. Haust grill. Þann 28. ágúst mun Íslensk ættleiðing halda grill. Nánari upplýsingar munu berast síðar.

Ekki fleira gert. Fundi slitið kl. 22:30.

 


Svæði