Fréttir

Stjórnarfundur 17.01.1978

Stjórnarfundur haldinn í félaginu 17.jan 1978.
Mætt voru Gylfi Már Guðjónsson og Ágústa Bárðard., Ásrún Jónsdóttir boðaði forföll og gafst ekki tími til að boða varamann í hennar stað.
Helstu mál á fundinum voru þau að Haukur Dór Sturluson hafði tekið að sér að teikna fyrir félgagið, tákn er nota skyldi sem haus á bréfsefni og jafnframt notað á stimpil, og var honum ætluð vika til þess.
Var ákveðið að láta prenta í 50 eint. fréttabréf af stofnundi, ásamt lögum félagsins og ennfremur að gerð yrði foreldraskrá, með nöfnum, heimilisföngum og símanúmerum allra þeirra er ættleitt hafa börn fr aKóreu og þetta yrði sent út til allra foreldra og þeirra sem eiga umsóknir í gangi um ættleiðingu.
Ákveðið var að bréf, sem félaginu bærust fyrst um sinn yrðu stíluð að Keilufelli 31, sem er heimili formanns og jafnframt væru gefin upp símanúmer allra þeirra sem í stjórinni eru.
Ennfremur þótti rétt að kanna möguleika á því að opna gíró-reikning fyrir félagið.
Ágústu Bárðardóttur var falið að útbúa spjaldskrá yfir foreldrana og aðra spjaldskrá með einföldum upplýsingum um þau börn sem komið hafa frá Kóreu s.b. nöfn þeirra fæðingardag, komudag til Íslands og eins með hvaða hætti þau komu.
Og eins að höfð sé skrá með nöfnum þeirra er eiga umsóknir í gangi.
Að endingu var rætt um bréf það er senda skyldi utanríkisráðuneytinu og var það samþykkt af þeim, sem á fundinum voru og eins hafði það verið lesið upp fyrir Ástrúnu Jónsdóttur og Unni Jónsdóttur varam. og var það samþykkt af þeim báðum.
Var að lokum ákveðið að farið skyldi á fund Péturs Eggertz og honum afhent bréfið persónulega, og var síðan fundi slitið.

Gylfi Már Guðjónsson
Ágústa Bárðardóttir


Svæði