Stjórnarfundur 18.2.2014
Stjórnarfundur 18.02.2014
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 18.febrúar 2014 kl. 20:00
Mættir:
Anna Katrín Eiríksdóttir
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Elín Henriksen
Elísabet Hrund Salvarsdóttir
Hörður Svavarsson
Sigrún María Kristinsdóttir
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins og Ragnheiður Davíðsdóttir starfsmaður skrifstofu sátu einnig fundinn.
Dagskrá:
1. Fundargerð seinustu funda
2. Aðalfundur 2014
3. Rekstraráætlun 2014
4. Mánaðarskýrsla janúar 2014
5. Önnur mál
1. Fundargerð seinasta fundar
Lögð fyrir og samþykkt. Fundargerð vegna desember er frestað.
2. Aðalfundur 2014
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar árið 2014 verður haldinn 4.mars. Aðalfundurinn var boðaður á heimasíðu félagsins 9.febrúar, meira en 3 vikum fyrir dagsetningu fundar. Framboðsfrestur til stjórnarsetu rennur út í kvöld. Árni Sigurgeirsson hefur sagt sig úr stjórn Íslenskrar ættleiðingar og er honum þakkað fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og framkvæmdastjóra falið að greina honum frá því og færa honum viðeigandi þakklætisvott.. Ákveðið var að halda fund eftir viku og ræða aðalfundinn, ársskýrslu og ársreikning.
3. Rekstraráætlun 2014
Rekstraráætlun og greinargerð starfshóps framkvæmdastjóra, formanns og Elísabetar lögð fram og rædd. Greinargerðin inniheldur eftirfarnadi tillögu:
Vinnuhópurin leggur rekstraráætlun með þessum hætti fyrir stjórn Íslenskrar ættleiðingar á fundi sínum 11. febrúar 2014 og gerir að tillögu sinni að hún verð samþykkt og upplýsingar um hana sendar eftirlitsaðilanum sem er Innanríkisráðuneytið. Jafnframt er lagt til að þessi hópur taki áætlunina til endurskoðunar eftir fjögurra mánaða bráðabirgðauppgjör í maí og hefji fljótlega vinnu við rekstraráætln 2015. Samþykkt.
4. Mánaðarskýrsla janúar 2014
Lögð fram og samþykkt
5. Önnur mál
- Lagt fram afrit af bréfi fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍÆ til kjörforeldra sem ættleitt hafa frá Indlandi. Lögð fram drög af tilkynningu til Innanríkisráðuneytisind og orðsending til viðkomandi kjörforeldra vegna vegna ofangreindrar fyrirspurnar frá fyrrum framkvæmdarstjóra ÍÆ.
- Lagt fyrir bréf frá Vigdísi Sveinsdóttur lögmanni um fjölskylduættleiðingu. Rætt um fjölskylduættleiðingar og námskeið fyrir fólk sem sækir um fjölskylduættleiðingu. Það er ekkert í reglugerð sem segir að fjölskyldur sem óska eftir fjölskylduættleiðingu þurfi að fara á námskeið. Námskeiðin sem Íslensk ættleiðing er með eru ekki hönnuð fyrir fólk sem sækir um fjölskylduættleiðingu og eru því ekki heppileg fyrir þessar fjölskyldur. Framkvæmdastjóra falið að greina lögmanninum frá þessu bréflega
- Rússland:
Elín lagði fram bréf frá frá Utanríkisráðuneytinu varðandi ættleiðingarmál í Rússlandi. Þar kemur fram að Hæstiréttur Rússlands hafi nú gefið út fyrirmæli til dómstóla þess efnis að hafna beri öllum umsóknum um ættleiðingar frá ríkjum sem leyfa hjónabönd samkynhneigðra.
Rússnesk stjórnvöld hafa ekki enn brugðist við drögum að ættleiðingasamningi sem íslensk stjórnvöld lögðu fram í febrúar í fyrra þrátt fyrir reglulega eftirgrennslan.
Lagt til að vinnu við ættleiðingarsamning við Rússland verði frestað um óákveðinn tíma í kjölfar ofangreinds úrskurðar hæstaréttar landsins. Samþykkt. - Rætt um aðgang félagsins að upplýsingum alþjóðlegum gagnagrunni ISS. Fimm mánuðir eru nú síðan ÍÆ óskaði eftir því við IRR að fá gögn um tiltekin lönd úr þessum grunni. Gögnin eru nauðsynleg til að einfalda vinnu við samninga við ný upprunalönd.
- Rætt um vöktun lista yfir börn með skilgreindar þarfir frá Kína og breytingu á fyrirkomulagi með vaktir.
- Sigrún og Kristinn greindu frá fundi með Samtökunum 78, næsti fundur áætlaður eftir 6 vikur.
- Ákveðið að Anna Katrín verði áfram fulltrúi ÍÆ í stjórn EurAdopt og Kristinn Ingvarsson til vara.
Fundinn ritaði Ragnheiður
Fundi slitið kl: 21:30