Stjórnarfundur 19.11.1980
Fundur stjórnar 19.11.'80
Aðalfundur var ákveðinn 17.1.'81 kl. 2:00 e.h. Stjórnin taldi að betri fundarsókn yrði í janúar en í desember. Dregist hefur að halda aðalfundinn, þar sem stjórn var alltaf að vonast eftir að skriður kæmist á ættleiðingarnar frá Mauritius, en fjórar umsóknir hafa verið sendar Hollis, sem hefur milligöngu um þá leið. Ákveðið var að jólaball félli niður í ár, þar sem mjótt var á muninum á s.l. ári að endar næðu saman. Ákveðið var að kaupa landkynningarbók um Ísland til að senda hr. Johnson á Mauritius.
Stjórn ákvað að einfalda vinnubrögð fyrir næsta aðalfund og stilla sjálf upp mönnum fyrir stjórnarkjör.
Guðrún H. Soderholm
Félagsmenn voru 19.11.'80 71 hjón.