Fréttir

Stjórnarfundur 19.12.2009

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar laugardagur 19. desember 2009, kl. 10.30 í húsnæði ÍÆ Austurveri.

20. fundur stjórnar

Mættir til fundarins stjórnarmenn ÍÆ:

Hörður Svavarsson
Ágúst Guðmundsson
Margrét Rósa Kristjánsdóttir
Karl Steinar Valsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Fundinn sat einnig Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri félagsins.

Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.

Mál á dagskrá:
1. Vikuskýrsla framkvæmdastjóra
2. Sambönd við erlenda samstarfsaðila og viðhald tengsla
3. Velferðarmál barna erlendis
4. Önnur mál

1. Vikuskýrsla framkvæmdastjóra. 
Farið yfir reikninga félagsins. Gjaldkeri og starfsmaður skrifstofu fóru yfir reikninga og innlán félagsins. Ákveðið að sækja um tilboð frá viðskiptabönkum dl.

Félagsmenn hafa boðið sig fram til að aðstoða félagið og er það vel. 
Framkvæmdastjóri félagsins hefur lokið við að hringja í alla á biðlista ÍÆ. Félagsmenn á biðlista spenntir yfir að hittast í janúar/febrúar.

Vinna er þegar hafin við endurskipulagningu á innra starfi skrifstofu.

- Nýr þjónustutími skrifstofu:
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu um lengdan opnunartíma skrifstofu. Samþykkt af stjórn.

2. Sambönd við erlenda samstarfsaðila og viðhald tengsla.

- Nýtt SN kerfi:
Rætt um nýtt SN kerfi hjá Kína þar sem látið er vita hvenær nýr list kemur út. Þannig þarf skrifstofa ekki að vakta og athuga hvenær nýr listi kemur fram. Um er að ræða mikla byltingu. Rætt um að gott væri að búa til teymi af fólki sem er með heilbrigðismenntun til að skoða listann hverju sinni. Ákveðið að ráðfæra okkur við Gest Pálsson trúnaðarlækni félagsins um þetta.

- Ferlar:
Fanney hefur verið að vinna með ferlasérfræðingi og eru þær búnar að vinna mjög gotts tarf og eru búnar að vinna flesta ferlana. Ferlarnir verða kynntir fyrir stjórn í byrjun nýs árs.

- Tæland: 
Tengiliður okkar átti góðan fund á stærsta barnaheimili munaðarlausra í Tælandi. Verður haldið áfram að vinna að því sambandi.

- Kólumbía: 
Áætlað að senda fulltrúa ÍÆ til Kólumbíu samhliða næstu ættleiðingu þaðan.

- Á döfinni:
Ein hjón fara að sækja barn til Tékklands í janúar. Tvenn hjón fara til Kína í byrjun árs. Upplýsingar hafa borist um tvö börn frá Indlandi.

3. Velferðarmál barna erlendis.
Ákveðið að sendir verði styrkir til barnaheimila og stofnana í öllum samstarfslöndum Í.Æ.

4. Önnur mál.
Verið er að vinna að ferli sem tryggir að starfsmenn/stjórnarmenn og aðrir sem starfa fyrir ÍÆ meðhöndli ekki eigin umsóknir.

Sent verður út nýtt fréttabréf fyrir jólin.

Fundi lokið kl: 13:30
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
fundarritari


Svæði