Stjórnarfundur 20.02.1985
Fundurinn var haldinn á heimili formanns Elínar Jakobsdóttur. Auk Elínar sátu fundinn: Guðbjörg Alfreðsdóttir, Sigurður Karlsson, Monika Blöndal, Guðrún Sveinsdóttir og Birgir Sigmundsson.
1. Elín upplýsti að allt gengi mjög vel varðandi Sri Lanka. Fyrsti hópurinn á þessu ári, 3 hjón, er nú í Sri Lanka. Næsti hópur fer 28. febrúar, 3 hjón, og 3ji hópurinn fer 5. mars, enn 3 hjón. Fjórði hópurinn er í uppsiglingu og frekar er um að ræða skort á fólki sem er tilbúið að fara strax, heldur en að fólk þurfi að bíða lengi.
2. Formaður bar undir atkvæði að hún gæti látið fólk fara í gang efti því sem það er tilbúið til að fara, ef aðrir sem á undan eru í röðinni eru ekki tilbúnir. Samþykkt var samhljóða að fólk skyldi fara eftir því sem það er tilbúið til aðgerða og skyldi formaður stýra málum þannig, að allir komist sem fyrst, eftir að þeir hafa alla pappíra tilbúna.
3. Elín lagði fram ljósrit af tillögu til þingsályktunar, þar sem Helgi Seljan og Karvel Pálmason leggja til að Alþingi álykti að koma bera á skattafrádrætti vegna fóks sem ættleiðir börn frá fjarlægum löndum. Stjórnarmenn fögnuðu því að þetta málsé komið af stað og lýstu von sinni, að það kæmist sem fyrst til framkvæmda. Ekki er ljóst hvert er upphaf áhuga þeirra Helga og Karvels, en þarna kom óvæntur stuðningur sem fagna ber, við áhuga stjórnar frá í desember '84.
4. 1 barn er væntanlegt frá Tyrklandi, fyrir milligöngu Moniku Blöndal, og í framtíðinni er möguleiki að eitt og eitt barn kunni að fást þaðan, en slíkt verður aldrei í miklum mæli.
5. Rætt var um nokkur þau atvik sem upp hafa komið varðandi Sri Lanka. Íslendingar þurfa vegabréfsáritun (visa) vegna farar til Sri Lanka og er það einungis aðgæsluleysi hjá tollvörðum þar, að fólk hefur sloppið við athugasemd.
Guðrún Sveinsdóttir ítrekaði að algjör nauðsyn væri að fólk færi fram á læknisskoðun barns síns strax við komu til Sri Lanka, þegar það sér barnið í fyrsta skipti.
Nokkrar umræður urðu, varðandi þá spurningu, hvenær fólk skyldi panta far sitt til Sri Lanka. Á að stýra því hér á Íslandi (af stjórninni)? Eðlilegt og sjálfsagt er að Dammas sjái um þau mál.
6. Elín lagði til að athugað yrði að frá Gest Pálsson lækni á stjórnarfund, til að gefa góð ráð. Rætt var hvort ætti að fá hann á almennan fund. Ákveðið var að nefna málið við Gest við fyrsta tækifæri.
7. Birgir Sigmundsson lætur af störfum í stjórn Íslenskrar ættleiðignar þar sem hann er að flytjast til Siglufjarðar. Ákveðiðvar að Guðbjörg Alfreðsdóttir, 1. varamaður, tæki sæti hans í aðalstjórn og jafnframt við starfi ritara. Mun hún taka við ritvél félagsins til varðveislu, ásamt fundargerðarbók. Guðrún Sveinsdóttir verður 1. varamaður í stjórn.
Breytingar þessar taka gildi frá og með þessum stjórnarfundi, 20.02.1985.
Birgir Sigmundsson