Fréttir

Stjórnarfundur 20.11.2019

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 20.nóvember  kl. 20:45 
heima hjá framkvæmdarstjóra félagsins.  

Mætt: Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir.
Magali Mouy, Sigrún Eva Grétarsdóttir og  Sigurður Halldór Jesson tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.

Dagskrá stjórnarfundar   

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar   
  2. Mánaðarskýrsla
  3. Þjónustusamningur
  4. Fræðsla
  5. Gjaldskrá
  6. Fjárhagsáætlun 2020
  7. Önnur mál  

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt.

2. Mánaðarskýrsla október
Skýrsla rædd.

3. Þjónustusamningur 
Farið yfir bréf sem DMR sendi vegna endurnýjunar á þjónustusamningi. Svarbréf framkvæmdarstjóra var samþykkt og mun hann senda það á næstu dögum. Gert ráð fyrir því að fundað verði um samninginn í desember.

4. Fræðsla
Farið yfir minnisblað vegna breytinga á undirbúningsnámskeiðnu „Er ættleiðing fyrir mig?“. Kostar félagið mikið þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni vegna námskeiða í þjónustusamningi. 

5. Gjaldskrá
Farið yfir hugsanlegar gjaldskrárbreytingar, verður rætt betur á stjórnarfundi í byrjun desember. 

6. Fjárhagsáætlun 2020
Farið yfir rekstraráætlun vegna 2020,  verður rætt betur á stjórnarfundi í byrjun desember. Framkvæmdarstjóri mun senda beiðni á formann um að ganga megi á eigið fé félagsins til að greiða laun og reikninga vegna rekstrar. 

7. Önnur mál

Fundi lokið 22:15

Næsti fundur þriðjudaginn 3. desember kl. 20:30


Svæði