Fréttir

Stjórnarfundur ÍÆ 05.05.2004

Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Helga Gísladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn.

Fundargerð.

Fræðslufulltrúar ÍÆ mættu til fundar við stjórn. Þær ræddu nokkur þau efni sem þær vilja leggja áherslu á í sinni kennslu s.s. áhættuþætti sem geta komið fram hjá ættleiddum börnum. Gera fólki skýra grein fyrir því að ýmislegt getur komið upp á eins og hjá börnum almennt, en þó draga fram að ættleidd börn hafa sérstöðu, sem fjölskyldur þeirra verða vera undirbúin fyrir. Mikilvægt er að fræðslan dragi fram á sjónarsviðið þá erfileika sem kunna koma upp, og leiðir til þess að yfirvinna þá erfileika, því óþarfi er að eyða dýrmætum tíma, í að segja fólki hversu yndislegt það sé að eiga yndisleg börn.

Samkvæmt þeirra reynslu væri betra að skylda fólk til þess að vera búin að lesa ritið Kjörfjölskyldan fyrir fyrsta fund .

Þær hafa ákveðna ritseríu í huga sem heppileg er til þýðinga, margar góðar bækur í boði en spurningin er sú hvað eigi að þýða fyrst.

Gerður er búin að þýða leikskólabækling, Kjörbörn og leikskóli. Hann er í yfirlestri í leikskóla og á eftir að fara í yfirlestur hjá íslenskufræðingi.

Rætt var að reyna að tengja saman formannafundinn í haust við einhvers konar fyrirlestur til handa félagsráðgjöfum sem vinna við að taka út væntanlega kjörforeldra, einnig gott tækifæri til að bjóða nemum úr félagsfræði, sálfræði, uppeldisfræði og félagsráðgjöfí Háskól a Íslands til að færa okkar mál meira inn í námið. Félagsráðgjafar gera sér sjaldnast grein fyrir því að þeir eru í raun að kynna foreldrana á erlendri grundu

Gerður er með fundargerðir síðustu formannafunda og ætlar að skoða þátttakendalistann til að athuga hverjir þar kæmu til greina sem fyrirlesarar. Þetta þarf að kynna vel og þá sérstaklega í Háskólanum. Kanna þarf áhuga erlendu gestanna og fá jafnvel tillögur hjá þeim.

Dæmin sýna að slíkur fundur verður að vera á virkum vinnudegi.

Guðmundur hefur átt fund með ritnefnd. Þau eru með góðar hugmyndir að efni í fréttablaðið. Á næsta fundi myndum við reyna að stefna tveimur nefndum á stjórnarfund.

Ingibjörg var nýkomin af ráðstefnu EurAdopt sem haldin var í Dusseldorf, hún gerði stuttlega grein fyrir ráðstefnunni, sem var í allastaði mjög gagnleg og fræðandi. Þó var fyrirlestur Femmie Juffer, frá University Leiden í Hollandi sá allra mest fræðandi þar sem hún skýrði frá alþjóðlegri rannsókn á félagslegri stöðu ættleiddra barna í Evrópu.

Rætt var um þau vandamál sem upp kunna að koma þegar fólk er samtímis á biðlista eftir ættleiðingu á barni og í tæknifrjógvunarferli. Þá er fyrst og fremst verið að hugsa, eins og alltaf, um hagsmuni kjörbarnsins en ekki langanir og þrár foreldra. Vitað er til að félagsráðgjafar þeir sem taka út fjölskyldu kjörbarns, eru að ýta á fólk að nýta tímann, en það er algjörlega andstætt hugmyndum stjórnar félagsins. Mat stjórnar er að þetta þjóni ekki hagsmunum barnsins.

Guðrún og Lisa fóru til Tékklands til að hitta þarlend ættleiðingaryfirvöld. Það tókst að ná fundum þeirra og voru þau jákvæð og bjartsýn á samband við Íslenska ættleiðingu. Ljóst er að þetta verður ekki mikill fjöldi af börnum. Börnin eru ívið eldri, 2ja – 3ja ára en biðtíminn svipaður og til annarra landa. Mat danskra ættleiðingaraðila er að barnaheimilin í Tékklandi séu með því albesta sem gerist í Evrópu. Foreldrar munu þurfa að fara tvær ferðir, fyrst að fara og samþykkja barnið og síðan eftir nokkrar vikur að sækja það. Hámarksaldur er 40 ára aldursmunur foreldra og barns. Allt virðist vel skipulagt og til fyrirmyndar.

Afhent var vinnuskjal um hliðarlista fyrir einhleypa Skjalið verður tekið fyrir á næsta fundi.

Laugardaginn 15. maí verður fyrirlestur á Akureyri um Tengslamyndun, fyrirlesari verður Valgerður Baldursdóttur. Rætt um að fulltrúar stjórnar fari með norður og geti þá fundað með fólki þar fyrir eða eftir fyrirlestur Valgerðar.

Ingibjörg talaði um að æskilegt væri að beiðni komi frá Dómsmálaráðuneytinu til félagsmálastofnana í hverju bæjarfélagi um að sinna follow up skýrslum varðandi Kína. En félagið gæti einnig sent beiðni til stofnana um landið og komið þessu á framfæri sjálft.

Rætt um fjármál félagsins.
Framlag dómsmálaráuneytisins vegna 2004 hefur borist til félagsins.
Varðandi greiðslu árgjalda hafa 87 greitt af 220 fjölskyldum.

Næsti fundur verður 27. maí.

Fleira var ekki rætt á þessum fundi.
Fundi slitið kl. 23:00.
Ásta B. Þorbjörnsdóttir.


Svæði