Fréttir

Stjórnarfundur ÍÆ 07.10.2004

kl. 20:15.

Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Helga Gísladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn.

Fundargerð.

Fyrri fundargerð var samþykkt.

Skemmtinefnd hefur óskað eftir fundi með stjórn og rætt var um mögulega tímasetningu. Stjórnin lýsti ánægju sinni yfir störfum skemmtinefndar.

Fundur í tengslum við nac fundinn.
Ákveðið var að hafa hann sunnudaginn 24.10.2004 kl. 10:30 á Fosshótel Lind, Rauðarárstíg. Rétt er að senda fréttatilkynningu í blöðin og kynna fyrirlesarann sem sérfræðing í ættleiðingum og birta jafnvel heimasíðuna hans.
Kaffigjald var ákveðið kr. 500.

Styrkur til ættleiðenda.
Í samtali við formann allsherjarnefndar kom fram að best væri að senda erindið af stað aftur. Best væri að hafa stjórnarþingmann með okkur í þessu. Við erum eftirbátar Norðurlanda, einnig Færeyinga hvað varðar styrk til ættleiðenda.

Aðsent bréf frá kínahópi varðandi það hvenær upplýsingar um börn séu afhentar.
Ekki er hægt að úthluta barni fyrr en Gestur Pálsson hefur farið yfir gögn og er búinn að samþykkja barnið. Stjórnin mun svara þessu bréfi og gefur skýringar.

Annað
Vefsíðan er í góðum gangi.

Stefnt að því að stjórn hittist á vinnufundi þar sem nægur tími væri til að fara í ýmis mál í starfsemi félagsins. Hugmynd að taka til dæmis laugardagseftirmiðdag undir þetta.

Fleira var ekki rætt á þessum fundi.
Fundi slitið 13:10


Svæði