Fréttir

Stjórnarfundur ÍÆ 08.06.2005

Mættir: Ingibjörg, Arnþrúður, Guðmundur, Lísa, Helga. Guðrún starfsmaður sat fundinn.

Dagskrá:

1. Fræðslunámskeið – kostnaðaráætlun og skipulag.
2. Fræðsluefni – bæklingur – kostnaðaráætlun.
3. Skipulag funda næsta vetrar – drög.
4. Fundargerð síðasta fundar.
5. Leikskólabæklingur – kostnaðaráætlun.
6. Önnur mál.

1. Ingibjörg kynnti okkur kostnaðaráætlun sem hún hefur sett upp vegna fræðslunámskeiðs. Miðað er við að námskeiðið sé tvær helgar eins og Lene lagði mikla áherslu á. Kostnaðaráætlun er eftirfarandi:

Miðað við að námskeið sé frá föstudegi til laugardags einu sinni.
Fjöldi þátttakenda 20-22.
Það sem ÍÆ þarf að borga.
1. Ferð til og frá stað, akstur til t.d. Hveragerðis 1 bíll=3000 kr.
2. Gisting fyrir leiðbeinendur x2 =16.000 kr.
3. Matur fyrir leiðbeinendur x2 =14.000 kr.
4. Laun leiðbeinenda x2 =60.000 kr.
Heildarkostnaður fyrir félagið er 93.000 kr.

Miðað við að námskeið sé frá föstudegi til laugardags tvisvar sinnum.
1. Ferð til og frá stað, akstur t.d. til Hveragerðis 1 bíll = 6000 kr.
2. Gisting fyrir leiðbeinendur x2+x2 = 32.000 kr.
3. Matur fyrir leiðbeinendur x2+x2 = 28.000 kr.
4. Laun fyrir leiðbeinendur x2 = 110.000 kr.
Heildarkostnaður fyrir félagið er 176.000 kr.

Við þurfum að taka ákvörðun um hvernig við högum þessu. Miklar umræður um innihald námskeiðs og tíma. Fyrsta námskeiðið verður í byrjun september. Ákveðið að hafa námskeiðið tvær helgar. Við gerum ráð fyrir þremur námskeiðum á ári, á ca. 4ra mánaða fresti. Námskeiðin gætu verið sept. – okt. / jan. – feb. / apríl – maí. Þetta plan er þó háð því að það séu lágmark 6 pör á námskeiði. Samkvæmt þessu er kostnaður félagsins ca. 600 þúsund á ári.
Ákveðið að senda ítarlega kostnaðaráætlun til Ráðuneytissins. Okkur finnst að ættleiðendur eigi ekki að bera þennan kostnað. Fólk eigi einungis að bera ferðakostnað, gistingu og fæði. Við reynum að fá þennan kostnað greiddan frá Ráðuneytinu.
Spurning er hvort að við þurfum að endurskoða biðlistagjaldið.

2. Kostnaðaráætlun við bæklinga er 6-700 þúsund. Þetta eru þýðingar og prentun (stofnkostnaður).

3. Fyrsti stjórnarfundur haustsins verður 25. ágúst. Þá verður lögð fram dagskrá vetrarins.
4. Umræður um fundargerð síðasta fundar þar sem kom fram að fræðslufundir í Danmörku eru sagðir 40-44. Fólk ekki sammála um hvort það er rétt. Þetta er ekki talið skipta máli fyrir fundargerðina.

5. Rætt um leikskólabækling. Umræður um hvort að við eigum að láta prenta hann. Það er dýrt. Ákveðið að selja hann á t.d. 500 krónur. Ákveðið að láta fjölrita hann.

6. Önnur mál.

-Tekið fyrir bréf frá fjáröflunarnefnd þar sem farið er yfir ýmsa möguleika á styrktarleiðum fyrir tengiliði okkar erlendis. Stjórn fagnar þessu erindi og leggur til að fulltrúar nefndarinnar mæti á næsta stjórnarfund sem verður 25. ágúst.

-Tekið fyrir bréf sem borist hefur stjórn.

- Anja í Kolkata fær væntanlega endurnýjun starfsleyfis í júlí.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Helga Gísladóttir, fundaritari.


Svæði