Fréttir

Stjórnarfundur 19.09.2018

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 19.september kl. 20:00 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b. 

Fundinn sátu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Magali Mouy.  
Lára Guðmundsdóttir, Sigrún Eva Grétarsdóttir og Sigurður Halldór Jesson tóku þátt með fjarfundabúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Dagskrá stjórnarfundar   
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar  
2. Mánaðarskýrslur júní, júlí og ágúst 
3. Heimsókn frá miðstjórnvaldi Tékklands 
4. Úfgáfumál félagsins 
5. Sex mánaða uppgjör 
6. Þjónustusamningur 
7. Ættleiðingar frá Sri Lanka til Íslands 
8. Verklag vegna styrkbeiðna 
9. Önnur mál  
9.1. Reykjavíkurmaraþon 
9.2.Fjölskylduhátíð Gufunesi 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt

2. Mánaðarskýrsla júní, júlí og ágúst
Skýrslur ræddar

3. Heimsókn frá miðstjórnvaldi Tékklands 
Framkvæmdarstjóri segir frá heimsókninni.  Lucia Skorušová, tengiliður ÍÆ hjá miðstjórnvaldinu og Ondřej Bouša, yfirsálfræðingur heimsóttu félagið. Haldin var fjölskylduhátíð á sunnudeginu þar sem þeim gafst tækifæri á að hitta börn sem ættleidd hafa verið til landsins frá Tékklandi. Það var mikil dagskrá hjá þeim þessa dagana sem þau voru í heimsókn, fóru á fund með DMR og Sýslumannsembættinu, Lucia og Ondřej héldu fyrirlestur fyrir félagsmenn um Best Interest Determination. Þau heimsóttu ásamt starfsmönnum skrifstofu leikskóla og grunnskóla. Einnig hittum þau fólk sem er með umsóknir á biðlista úti í Tékklandi. Heimsóknin var velheppnuð og var það rætt innan stjórnar að starfsfólk skrifstofu hefði staðið sig einstaklega vel við alla skipulagningu. 

4. Útgáfumál félagsins
Skipaður var hópur sem mun fara yfir útgáfumál félagsins. Þessi hópur verður skipaður 2 úr stjórn, starfsfólki af skrifstofu og félagsmönnum. 

5. Sex mánaða uppgjör
Farið yfir 6 mánaða uppgjör sem skila á til DMR samkvæmt þjónustusamningi. Vel er haldið utanum rekstur félagsins og er uppgjörið undir áætlun. 

6. Þjónustusamningur
Rætt 

7. Ættleiðingar frá Sri Lanka til Íslands
Framkvæmdarstjóri leggur fram minnisblað vegna ættleiðinga frá Sri Lanka og leggur til að bréf verði sent til DMR. Það er samþykkt. 

8. Verklag vegna styrkbeiðna
Farið yfir verklag vegna styrkbeiðna sem Ingibjörg Valgeirsdóttir og Lísa Björg Lárusdóttir unnu, það verður sett inn í Handbók stjórnar og starfsmanna Íslenskrar ættleiðingar. 

9. Önnur mál 
9.1.. Reykjavíkurmaraþon
Hlauparar félagsins voru duglegir að safna áheitum og barna- og unglingastarf félagsins nýtur góðs af þeim stuðningi. Þetta var skemmtilegt hlaup og heppnaðist vel að hafa sérstaka hvatningarstöð þó að gaman hefði verið að sjá fleiri félagsmenn hvetja hlauparana okkar. Verður vonandi endurtekið á næsta ári. 

9.2. Fjölskylduhátíð Gufunesi
Fjölskylduhátíðin 2. september heppnaðist mjög vel og höfðu þeir sem komu gaman af.

Fundi lokið kl. 22:20

Næsti stjórnarfundur miðvikudaginn 10.október kl. 20:00

 


Svæði