Fréttir

Hamingjustund

Í morgun hittu Sigţór Örn og Ester Ýr drenginn sinn í fyrsta skipti á barnaheimilinu ţar sem hann hefur dvaliđ og međ ţví lauk áralangri biđ ţeirra eftir ađ eignast barn. Tilhlökkunin er búin ađ vera mikil og var sérstök tilfinning ađ vakna í morgun í síđasta skipti – barnlaus. Tilhlökkunin var svo mikil ađ ţau mćttu hálftíma of snemma á barnaheimiliđ. Sigţór Örn og Ester Ýr funduđu međ sálfrćđingnum og starfsfólki barnaheimilisins áđur en ţau fengu ađ hitta drenginn sinn, ţau fengu helstu upplýsingar um hann og fengu tćkifćri til ađ spyrja um hans daglega líf.
Eftir fundinn var fariđ inn í leikherbergi ţar sem drengurinn var ađ leika ásamt öđrum börnum. Starfsfólkiđ benti honum á hver vćru ađ koma og hann stökk af stađ og kom valhoppandi í fangiđ á pabba sínum og mamman stóđ viđ hliđ ţeirra og grét, ţvílíkt augnablik.
Ţau fengu ađ vera saman allan daginn, leika saman, borđa og koma honum í rúmiđ.
Ţađ var erfitt ađ bjóđa honum góđa nótt og skilja hann eftir, en ţau fá ađ koma aftur snemma í fyrramáliđ. Allt hefur gengiđ eins og í sögu og ţví mega ţau fá hann alfariđ til sín í fyrramáliđ. 

Umsókn Sigţórs Arnar og Esterar Ýrar var samţykkt af yfirvöldum í Tékklandi 26. ágúst 2014 og voru ţau pöruđ viđ Hákon Erik 25. október 2015. Ţau voru ţví á biđlista í 14 mánuđi.

Ţetta er er fimmtánda fjölskyldan sem sameinast á ţessu ári og börnin orđin 19. Nú hafa 28 börn veriđ ćttleidd frá Tékklandi til Íslands.


Svćđi