Fréttir

„Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“

Laugardaginn 4. 10 2014.
Laugardaginn 4. 10 2014.

Fyrirlesturinn Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“ verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans  við Háteigsveg (gamli Sjómannaskólinn), laugardaginn 4. október, klukkan 11:00.

Dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri fjallaðr um áhrifa ættleiðingar á börn og hvað rannsóknir segja um þetta málefni. Rætt verður um hvað foreldrar gætu þurft að vera vakandi  fyrir í uppvextinum  m.a. er varðar sjálfsmynd barnanna og tengsl við upprunann. 

Þeir sem ekki eiga heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn í gegnum netið.

Skráning er á isadopt@isadopt.is.  Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr.  fyrir utanfélagsmenn. 

Börn sem eru ættleidd  til Íslands hafa yfirleitt alist upp og búið við misjafnar aðstæður. Líf þeirra tekur snöggum umskiptum þegar þau eignast fjölskyldu og líf fjölskyldunnar einnig en þó á annan hátt. Foreldrar telja sig tengjast barninu um leið og þau  fá upplýsingar um það, en barnið þekkir þau ekki og fyrir það eru þau ókunnugt fólk. Ekki einungis eru foreldrarnir ókunnugir heldur flest allt sem við tekur í lífi barnsins eftir ættleiðinguna. 

Breytingin sjálf geta verið erfið upplifun fyrir barnið og haft áhrif á líðan, hegðun og fleira til langs tíma. Aldur barna við ættleiðinguna og tíminn í upprunalandinu skiptir einnig máli í þessu samhengi en það er tímabil í lífi barnsins sem foreldrar vita mjög lítið um. Breytingar í fjölskyldunni hafa áhrif á alla og eru foreldrar  misvel undirbúnir að takast á það sem oft fylgir því að eiga ættleitt barn. Rannsóknir hafa sýnt að foreldrar veigra sér oft við að leita aðstoðar vegna barnanna þegar vandamál koma upp eða deila áhyggjum sínum með öðrum. Þetta á bæði við fyrst eftir að barnið kemur heim og einnig síðar t.d. þegar nýjar áskoranir og breytingar  verða í lífi barnanna sem geta haft áhrif á líðan þeirra.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um áhrifa ættleiðingar á börn og hvað rannsóknir segja um þetta málefni. Rætt verður um hvað foreldrar gætu þurft að vera vakandi  fyrir í uppvextinum  m.a. er varðar sjálfsmynd barnanna og tengsl við upprunann. 

 Glærur


Svæði