Að byrja í leik- og grunnskóla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra ættleiddra barna á leik-og grunnskóla aldri og fyrir alla áhugasama um málefnið. Fræðslan fer fram bæði á Akureyri og í Reykjavík og er aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að nýta sér mjög mikilvæga, áhugaverða og góða fræðslu og mæta.
Mánudagurinn 25. ágúst kl. 20:00. Leikskólafræðslan. Leiðbeinandi er Díana Sigurðardóttur leikskólakennari. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b.
Þriðudagurinn 26. ágúst kl. 18:00. Leik- og grunnskólafræðsla. Leiðbeinandi er dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Fræðslan verður í Háskólanum á Akureyri, Sólborg V/Norðurslóð.
Miðvikudagurin 27. ágúst kl. 20:00. Grunnskólafræðsla. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi/sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b.
Skráning: isadopt@isadopt.is.