Fréttir

Sarah Naish fyrirlestur og ráðstefna

Sarah Naish félagsráðgjafi kom hér til lands á vegum Íslenskrar ættleiðingar árið 2018 og hélt bæði fyrirlestur og námskeið sem vakti mikla lukku. Sarah hefur mikla reynslu af ráðgjöf, þjálfun og uppeldi barna, en hún hefur ættleitt 5 börn og hefur notast við meðferðanálgun (Therapeutic Parenting) í uppeldi þeirra, nálgun sem hún hefur þróað í gegnum árin. Hún hefur fjölþætta reynslu innan barnaverndar á Bretlandi og hefur í uppeldi barna sinna síðastliðin 16 ár byggt upp gagnabanka sem hún hefur miðlað úr til fagfólks og foreldra. Mikil ánægja var með nálgun Söruh þegar hún kom hingað og kynnti aðferðir sínar fyrir þátttakendum á ráðstefnu félagsins og námskeiði í framhaldi af henni.  Enn er hópur fólks hér á landi sem fylgir henni eftir og því sem hún og hennar samtök eru að fást við (The National Association of Therapeutic Parents). 

Nú á tímum Covid hafa þau verið dugleg að deila efni, fyrirlestrum og ráðstefnum á netinu og hér er slóð á fyrirlestur sem fór fram fyrir helgi. Þarna er góð kynning á hugmyndafræði þeirra og inngangur að einni bókinni sem þau hafa gefið út. Áhugavert fyrir ykkur sem ekki hafið kynnt ykkur efnið þeirra og góð upprifjun fyrir hina sem hafa gluggað í efnið. FYRIRLESTUR  

Þann 27. nóvember næstkomandi, standa samtökin fyrir heilsdagsráðstefnu á netinu, þátttakendum  að kostnaðarlausu og hvetjum við félagsmenn að gefa sér stund til að taka þátt í henni. RÁÐSTEFNA 


Svæði