Á döfinni yfirlit

Aðalfundur 2022


Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Borgartún 20, 10 Reykjavík, fimmtudaginn 17. mars 2022, kl. 20:00.
Lesa meira

Fyrirlestur - Öruggt samband foreldra og barna

Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður 31. mars næstkomandi frá 18-20 í sal Framvegis í Borgartúni 20 https://www.framvegis.is/ Sú sem kemur til okkar heitir Kristjana en hún er leikmeðferðar- og geðtengslafræðingur MA/MSc frá Roehampton Háskóla í London, ásamt því að vera leikskólakennari og að hafa verið skólastjórnandi til margra ára. Hún hefur starfað með börnum og unglingum í yfir 25 ár. Hún starfaði í London sem skólaráðgjafi í grunnskóla fyrir börn sem hefur verið vikið varanlega úr skólakerfinu sökum slæmrar hegðunar og einnig innan breska heilbrigðiskerfisins (NHS) á Barna- og Unglingageðdeild (CAMHS) en þar var hún yfir sviði fósturbarna og unglinga. Þar vann Kristjana náið með barnavernd og félagsráðgjöfum ásamt skólum og öðrum sem komu að umönnun barnanna. Kristjana hefur haldið styttri og lengri námskeið fyrir fagfólk, foreldra og fóstur- og kjörforeldra og verið ráðgjafi á öllum stigum mála barna innan fósturkerfisins. Í dag starfar Kristjana sem ráðgjafi innan barnaverndar. Á fyrirlestrinum verður farið í hagnýt ráð m.a. út frá PACE Daniel's Huges "Playfulness – Acceptance – Curiosity – Empathy" Þar sem undirstaðan er samyggð (empathy) og samþykki einstaklingsins ásamt því að veita huggun og öryggi til að hafa rými til að kanna og vinna úr fyrri áföllum. Einnig er fjallað um Child parent Relationship Therapy Garry's Landreth. Öruggt samband foreldra og barna er nauðsynlegur þáttur í velferð barna, og mikilvægt að geta stillt sig inn á tilfinningalegar þarfir barnsins. Meðferðin gengur út á að foreldrar fá færni til að bregðast betur við tilfinningalegum og hegðunarvandamálum barna sinna í gegnum leik. Fólk er vinsamlegast beðið um að skrá sig hér; Ef fólk vill fylgjast með rafrænt, þá er hægt að skrá þátttöku hér; Fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu en það kostar 1000 krónur fyrir aðra.
Lesa meira

Róma dagar í Veröld - húsi Vigdísar


Dagana 8. – 13.apríl verða haldnir Róma dagar í Veröld – húsi Vigdísar, þetta er í fyrsta skipti sem Róma dagar verða haldnir á Íslandi, með fjölbreyttri dagskrá þar sem rómönsk menning, fræðimenn í rómönskum fræðum og aðgerðarsinnar koma saman.
Lesa meira

Róma dagar - Tónlistarsmiðja 9.apríl


40 mínútna tónlistarsmiðja. Í smiðjunni munu börnin kynnast hljóðfærum og læra einfalt lag sem tónlistarfólk af rómönskum uppruna kynna. Tónlistarfólkið verður leitt af Vojtěch Lavička, þekktum fiðluleikara, tónskáldi, leikstjóra og aðgerðasinna. Jelenu Ćirić mun svo stjórna smiðjunni sjálfri en hún talar íslensku og hefur stýrt og komið fram á nokkrum gagnvirkum viðburðum. Smiðjan mun eingöngu snúast um að kynna fyrir börnum tónlist og hljóðfæri sem tengjast Róma menningunni. Boðið verður uppá veitingar fyrir börnin Skráning 10:30 – 11:00 Tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 2 – 7 ára. 11:15 – 11:45 Tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 8 – 13 ára (eldri börn velkomin) Staðsetning: Veröld – húsi Vigdísar
Lesa meira

Fjölskyldustund laugardaginn 30.apríl


Laugardaginn 30.apríl frá klukkan 15:30 - 17:00 verður fjölskyldustund í fimleikasal Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni Varmá, Mosfellsbæ. Hvetjum þátttakendur að muna eftir að taka með vatnsbrúsa. Frítt fyrir félagsmenn en kostar annars 1000 kr fyrir hvert barn.
Lesa meira

Fyrirlestur- Bati eftir áföll í æsku


Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður 12.maí næstkomandi klukkan 20:00 í sal Framvegis í Borgartúni 20, þriðju hæð. Heiti fyrirlestursins er "Bati eftir áföll í æsku" og til okkar er að koma Svava Brooks en hún er TRE® sérfræðingur og ráðgjafi. Hún vinnur gjarnan með einstaklingum sem eru í bata eftir áföll í æsku. Svava hefur unnið með sjálfshjálparhópum í Bandaríkjunum og á íslandi. Hún hefur einnig starfað fyrir einkafyrirtæki, stofnanir og grasrótarsamtök í mörg ár. Að auki hefur Svava unnið við forvarnir gegn kynferðisofbeldi í meira en áratug. Svava hefur gefið út vinnubækur og skrifar gjarnan um heilun og líf eftir ofbeldi, um áföll og víðtæk áhrif þeirra. Þetta má finna á bloggsíðu hennar á http://www.svavabrooks.com Rannsóknir sýna að áhrif streitu, spennu og áföll eru oftast bæði andleg og líkamleg. Svava fræðir okkur um áhrif streitu og áföll á líkamlega og andlega heilsu okkar, og á samskipti og líðan okkar. Á síðastliðnum árum erum við að kynnast og lærum hvernig hægt er að vinna með líkamann og taugakerfið, m.a. til að fyrirbyggja erfiðleika í samskiptum og bæta andlega og líkamlega heilsu. Einnig lærum við hvernig við getum marktækt minnkað líkurnar á því að við verðum alvarlega veik síðar á lífsleiðinni. Meiri þekking og skilningur á rannsóknum eflir okkur í vinnu með það sem við getum breytt. Líkaminn og hugurinn breytast stöðugt og þroskast. Svava deilir með okkur aðferðum og verkfærum sem við getum strax notað við að byrja á að tengjast eigin líkama og minnka um leið streitu og álag á taugakerfið. Það veitir betri líðan og betri tengsl við okkur sjálf og aðra. Það sem við kynnumst er m.a. þetta: • Áhrif áfalla og streitu á líkamann • Hegðun og líðan, áhrif eða orsök? • Hverju getum við breytt • Líkaminn heilar sig • Áhrif umhverfisins
Lesa meira

Svæði