Á döfinni yfirlit

Foreldrahittingur


Þriðjudaginn 17. janúar 2023 frá kl. 20:30 mun Örn Haraldsson, stjórnarmaður Íslenskrar ættleiðingar og foreldri ættleidds drengs, stendur fyrir hittingi fyrir foreldra á skrifstofu félagsins.
Lesa meira

Kínversk nýárshátíð á Háskólatorgi


Í tilefni árs kanínunnar mun Konfúsíusarstofnunin Norðurljós halda upp á kínverska nýárið með veglegri nýárshátíð á Háskólatorgi í HÍ nk. laugardag (4. febrúar) kl. 14:00 – 16:00. Boðið verður upp á alvöru kínverska nýársstemmningu með atriðum á sviði og síðan verður kynning á kínverskri menningu, m.a. kínverskri skrautskrift, matarmenningu, tesmökkun, kínverskum hljóðfærum o.fl. Kínverski drekinn mun einnig láta sjá sig og dansa fyrir okkur í byrjun.
Lesa meira

Fyrirlestrarröðin Snarl og spjall


Fyrirlestraröðin Snarl og spjall hefst nú aftur eftir töluvert hlé þann 16. febrúar nk. Allar upplýsingar um fyrsta fyrirlesturinn og fyrirlesarann sjálfan eru hér að neðan. Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og Kínversk-íslenska menningarfélagsins.
Lesa meira

Aðalfundur 2023


Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Borgartún 20, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 28.mars 2022, kl. 20:00.
Lesa meira

Hin asíska ímyndun í íslensku samfélagi

Fimmtudaginn 13.apríl verður haldinn þriðji fyrirlestur í fyrirlestraröð fyrirlestraröð Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunar Snarl og spjall. Fyrirlesturinn að þessu sinni ber heitið: Hin asíska ímyndun í íslensku samfélagi. Form fyrirlestursins verður með óhefðbundnum hætti en um er að ræða óformlegar umræður með Wei Lin og Elizabeth Lay um ólík sjónarhorn þeirra á að búa á Íslandi sem kínversk/íslenskur tónlistarmaður og kínversk-amerískur menntafræðingur, sérstaklega í kjölfar opinberrar gagnrýni á uppsetningu Íslensku óperunnar á Madame Butterfly.
Lesa meira

Fræðsluerindi - Upprunaleit með hjálp DNA


Þriðjudaginn 22.ágúst, stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi sem ber nafnið "Upprunaleit með hjálp DNA" Kristín Valdemarsdóttir og fjölskylda hennar segja frá ævintýri sínu við að nota DNA til að leita að uppruna.
Lesa meira

Kínverskur menningardagur 6.september


Kínverska sendiráðið á Íslandi býður félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar og fjölskyldum á viðburðinn "Kínverskur menningardagur" sem haldinn verður miðvikudaginn 6.september kl. 17:00 í Stóra salnum í Háskólabíó.
Lesa meira

Adoption - a lifelong process


Dagana 15.-16.september 2023 verður haldin ættleiðingarráðstefna á Íslandi á vegum Nordic Adoption Council (NAC). Öll ættleiðingarfélög á Norðurlöndunum standa að regnhlífasamtökunum NAC, ásamt tveimur foreldrafélögum ættleiddra barna. Samtökin standa fyrir ráðstefnu á tveggja ára fresti og flakkar hún yfirleitt á milli norðurlandanna. Árið 2019 sá Íslensk ættleiðing um að skipuleggja ráðstefnuna og hefur aftur fengið það hlutverk vegna ráðstefnunnar á þessu ári. Meginþemað á ráðstefnunni verður Adoption - a lifelong process Best Practises in Adoption.
Lesa meira

Þjóðhátíðardagur Kína


Sendiherra Kína á Íslandi H.E He Rulong og sendiherrafrú Mme Shen Ting bjóða öllum börnum ættleiddum frá Kína og fjölskyldum þeirra að koma og fagna þjóðhátíðardegi Kína þriðjudaginn 26.september frá kl 17 - 19 á Iceland Parliament Hotel.
Lesa meira

Fundur fyrir umsækjendur í ættleiðingarferlinu

Íslensk ættleiðing býður þeim umsækjendum í forsamþykkisferli eða með umsókn í upprunalandi í samtal og kaffi á nýrri skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar í Skipholti 50b, þriðjudagskvöldið 10.október 2023, kl. 20:00.
Lesa meira

Boð hjá Kínverska sendiráðinu vegna 70 ára afmælis KÍM


Miðvikudaginn 29.nóvember kl. 13:00 býður Kínverska sendiráðið og KÍM, Kínversk-íslenska menningarfélagið til viðburðar í tilefni af 70 ára afmæli KÍM. Viðburðinn verður haldinn í Safnahúsinu, Hverfisgögu 15, 101 Reykjavík.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 10.desember


Jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna þann 10.desember 2023 kl. 14:00 - 16:00 í Safnarheimili Laugarneskirkju, 105 Reykjavík. Jólasveinar mæta vonandi á svæðið og við syngjum og dönsum saman í kringum jólatré við skemmtilegt undirspil. Veitingar eru innifaldar í verðinu og það er aldrei að vita hvað Sveinki verður með í pokanum sínum.
Lesa meira

Svæði