Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Að sníða sér fjölskyldu eftir viðmiðum samfélagsins - Ættleiðingar á Íslandi. Höfundar Elsa Rós Smáradóttir og Sigrún Alda Sigfúsdóttir
01.02.2012
Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf
Umsjónarkennari: Hrefna Ólafsdóttir
Leiðbeinandi: Margrét Grímsdóttir
Félagsráðgjafardeild
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Febrúar 2012
Útdráttur
Í þessari heimildaritgerð, sem er lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla
Íslands, verður tekin til umfjöllunar fjölskyldan í nútímasamfélagi og sú áhersla sem
lögð er á barneignir í íslensku samfélagi. Ættleiðingar eru oft síðasta úrræðið ef
barneignir ganga ekki vandræðalaust fyrir sig og verður fjallað um þær sérstaklega.
Það er óskráð viðmið á Íslandi að parsamböndum fylgi barneignir og áherslan á
barneignir í samfélaginu er í samræmi við það. Það sést meðal annars á því að á Íslandi
hefur fæðingartíðni verið rúmlega tvö börn að meðaltali á ævi hverrar konu en það er
hærra hlutfall en gengur og gerist í Evrópu. Á Íslandi er það yfirleitt litið hornauga
þegar par velur sér barnleysi því það fer í bága við viðmið samfélagsins. Það er þó ekki
öllum ætlað að eignast börn á náttúrulegan hátt og samfélagið lítur í flestum tilvikum
á ófrjósemi sem vandamál sem þurfi að leysa. Því getur myndast álag á par eða
einstaklinga sem standa frammi fyrir því vali að annaðhvort sætta sig við ófrjósemi eða
leita annarra leiða til að eignast barn. Ef sú leið er valin að leita annarra leiða eru
nokkrar úrlausnir í boði fyrir parið eða einstaklinginn. Ættleiðingar eru oft síðasti
kosturinn sem er nýttur. Þegar þar er komið við sögu hefur viðkomandi oft gengið í
gegnum ýmislegt, svo sem tæknifrjóvganir og þá streitu sem þeim fylgir, til að uppfylla
óskina eftir barni. Ættleiðingar eru langt ferli sem reynt getur á einstaklinginn og
kostnaður er mikill. Ættleiðingar eiga að vera verndarúrræði fyrir barn, sumir vilja þó
meina að þær þjóni fremur hagsmunum pars sem þráir að eignast barn.
Félagsráðgjafar geta nýtt menntun sína til að veita pörum og einstaklingum ráðgjöf
vegna erfiðleika tengdum ófrjósemi. Þeir gegna einnig mikilvægu hlutverki við að meta
hæfni verðandi kjörforeldra til að sinna uppeldishlutverkinu.
Lesa meira
Undirbúningur fyrir kjörforeldra - Fyrir og eftir ættleiðingu á erlendu barni. Höfundur Thelma Rós Ólafsdóttir
01.02.2012
Lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf
Umsjónarkennari: Anni G. Haugen
Félagsráðgjafardeild
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Febrúar 2012
Útdráttur
Heimildaritgerð þessi fjallar um undirbúning fyrir þá sem óska eftir að sækja um ættleiðingu á
erlendu barni og hvort að stuðningur sé til staðar fyrir kjörforeldra eftir að kjörbarnið kemur til
þeirra. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar snýr að því að bera íslensku undirbúningsnámskeiðin sem
í boði eru fyrir íslenska kjörforeldra saman við undirbúningsnámskeið sem eru haldin á
Norðurlöndunum. Fjallað verður um ættleiðingarferlið frá því að ákvörðun um ættleiðingu á erlendu
barni er tekin og hlutverk félagsráðgjafa í því ferli. Við gagnaöflun fyrir ritgerð þessa var notast við
veraldarvefinn, samansafn greina og bækur er tengdust málefninu. Niðurstöður ritgerðarinnar sýndu
fram á að undirbúningsnámskeiðin sem í boði eru fyrir þá sem sækja um ættleiðingu á barni erlendis
frá eru sambærileg þeim námskeiðum sem haldin eru á Norðurlöndunum en aftur á móti er lítið um
stuðing við kjörforeldra sem hafa fengið kjörbarnið til sín eftir að ættleiðing hefur gengið í gegn. Þá
kom einnig fram að börn sem hafa verið ættleidd fá ekki markvissan stuðning og ekki heldur
væntanlegir kjörforeldrar sem eru að bíða eftir barni nema í formi þess að þeir halda sambandi við
aðra umsækjendur sem eru einnig að bíða eftir kjörbarni.
Lesa meira
Aftur til Kína
30.01.2012
Mæðgurnar Hrafnhildur Ming og Þórunn Sveinbjarnardóttir ætla að segja félögum í ÍÆ frá ferð sinni til Kína í haust, sýna myndir og svara spurningum á fundi laugardaginn 4. febrúar kl. 13 í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti í stofu 415.
Meðal annars verður sagt frá heimsókn á Jiangxin-barnaheimilið, hvernig Jiangxi-hérað og Beijing kom þeim fyrir sjónir, og almennt frá upplifun þeirra beggja af Kína. Í haust voru 8 ár frá því að Hrafnhildur Ming kom heim frá Kína en hún verður 10 ára í sumar.
Fundurinn stendur í u.þ.b. klukkustund
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.