Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur 18.11.2009
18.11.2009
1. Stefnumótun, þjónusta og framkvæmd
2. Kynningarkvöld um „Special Needs-leiðina“
3. Skipulagt starf með fólki sem ættleitt hefur verið til landsins
4. Önnur mál
Lesa meira
Aukaútgáfa Fréttarits ÍÆ
16.11.2009
Aukaútgáfa Fréttarits Í.Æ. var send félagsmönnum í Íslenskri ættleiðingu sem pdf skjal í tölvupósti í dag.
Lesa meira
Vefritið - Ættleiðingar samkynhneigðra
09.11.2009
Birt 19/11/2010 -
Flest fólk telur það til mannréttinda að eignast börn. Samkynhneigðir búa við það að þurfa í flestum tilvikum að leita ættleiðinga, vilji þeir ala upp börn. Þótt íslensk lög geri ráð fyrir ættleiðingum samkyn-hneigðra er það einungis hálfur sigur fyrir þá.
Vandkvæði á ættleiðingum þrátt fyrir fengin réttindi
Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að þó svo að ættleiðingar til samkynhneigðra séu leyfðar hér á landi samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi 27. júní 2006 eru möguleikar þeirra til ættleiðinga litlir og slíkt er nánast útilokað fyrir samkynhneigða karlmenn. Enn hefur nefnilega engin þjóð leyft ættleiðingu til samkynhneigðra utan síns lands. Íslensk ættleiðing óttast það að þrýsta á þau lönd sem Íslendingar eru með samninga við varðandi ættleiðingar sökum þess að þetta er mjög viðkvæmt mál.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.