Fréttir

Fréttabréf maí 1999

* Frá skrifstofu * Ferð til Rúmeníu - Guðrún Indriðadóttir og Jón Eyjólfsson * Draumur sem rættist - Halldóra Karlsdóttir * Þankar um fjölskyldugerð * Skattamál * Barnasíðan
Lesa meira

Mbl - Karl og kona í óvígðri sambúð fá að ættleiða

ÆTTLEIÐINGUM barna á Íslandi hefur farið fækkandi síðustu tólf árin og voru þær fæstar 28 árið 1995. Áður hafði ættleiðingum hins vegar farið fjölgandi og voru flestar 89 árið 1985. Þetta kemur m.a. fram í frumvarpi til nýrra ættleiðingalaga, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra og starfandi dómsmálaráðherra, mælti fyrir á Alþingi í gær.
Lesa meira

Ambáttin - Höfundur: Catherine Lim

Ambáttin - Höfundur: Catherine Lim
Bókin Ambáttin kom út fyrir síðustu jól en seldist gjörsamlega upp á nokkrum vikum og náðist ekki að prenta á ný fyrir árslok. En hér kemur hún aftur fyrir þá fjölmörgu sem misstu af henni fyrir síðustu jól. Þetta er magnþrungin saga um líf ambáttar í Singapore fyrr á öldinni. Hún var keypt barnung af ríkri höfðingjafjölskyldu og skyldi hlutskipti hennar það sama og annarra ambátta, að þóknast í einu og öllu. En ambáttin Han er greind og viljasterk og neitar að láta kúga sig og líf hennar markast af miklum átökum. Bókin fékk frábæra dóma bæði hér á Íslandi sem og um allan heim.
Lesa meira

Svæði