Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
RÚV - Ættleiðingum fækkar
23.09.2013
Ættleiðingum barna til vestrænna rikja hefur fækkað umtalsvert á síðustu tíu árum. 2003 var fjöldi ættleiddra barna rúmlega 41 þúsund en í fyrra nam fjöldi þeirra um 18 þúsund. Hér á landi voru 17 ættleiðingar í fyrra en það sem af er þessu ári hafa aðeins verið ættleidd fimm börn.
Lesa meira
Hamingjustund
18.09.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Most í Tékklandi. Ari Þór og Rebekka hittu Jósef Inga í fyrsta skipti og deildu með okkur mynd í tilefni dagsins. Umsókn þeirra var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum á 35 ára afmælisdegi Íslenskrar ættleiðingar, þ.e. 15. janúar 2013.
Þetta er sjötta fjölskyldan sem sameinast á þessu ári með milligöngu félagsins.
Lesa meira
Somewhere between
05.09.2013
Fimmtudaginn 26. september munu félagar Íslenskrar ættleiðingar fá tækifæri til að horfa saman á heimildarmyndina Somewhere between þar sem skyggnist er inn í líf fjögurra unglingsstúlkna (Haley, Jenna, Ann og Fang) sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið ættleiddar frá Kína til Ameríku. Myndin fylgir þeim í þrjú ár þegar sjálfsvitundin er að eflast og þær eru að velta fyrir sér spurningum eins og „Hver er ég?“.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.