Fréttir

RÚV - Ættleiðingum fækkar

Ættleiðingum barna til vestrænna rikja hefur fækkað umtalsvert á síðustu tíu árum. 2003 var fjöldi ættleiddra barna rúmlega 41 þúsund en í fyrra nam fjöldi þeirra um 18 þúsund. Hér á landi voru 17 ættleiðingar í fyrra en það sem af er þessu ári hafa aðeins verið ættleidd fimm börn.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Most í Tékklandi. Ari Þór og Rebekka hittu Jósef Inga í fyrsta skipti og deildu með okkur mynd í tilefni dagsins. Umsókn þeirra var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum á 35 ára afmælisdegi Íslenskrar ættleiðingar, þ.e. 15. janúar 2013. Þetta er sjötta fjölskyldan sem sameinast á þessu ári með milligöngu félagsins.
Lesa meira

Somewhere between

Somewhere between
Fimmtudaginn 26. september munu félagar Íslenskrar ættleiðingar fá tækifæri til að horfa saman á heimildarmyndina Somewhere between þar sem skyggnist er inn í líf fjögurra unglingsstúlkna (Haley, Jenna, Ann og Fang) sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið ættleiddar frá Kína til Ameríku. Myndin fylgir þeim í þrjú ár þegar sjálfsvitundin er að eflast og þær eru að velta fyrir sér spurningum eins og „Hver er ég?“.
Lesa meira

Svæði