Fréttir

40. ára afmælismálþing Íslenskrar ættleiðingar

Í tilefni af 40 ára afmæli Íslenskrar ættleiðingar stendur félagið fyrir málþingi föstudaginn 16. mars n.k. á Hótel Natura. Á málþinginu koma fram, fagfólk, fræðimenn og fólk sem hefur notið þjónustu félagsins með einum eða öðrum hætti, sem umsækjendur, foreldrar og ættleiddir.

12:30 - 13:00      Skráning.

13:00 - 13:10      Ávarp forseta Íslands
                            Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson setur málþingið.

13:15 - 13:45      Í 40 ár - Saga Íslenskrar ættleiðingar
                            Formaður Íslenskrar ættleiðingar, Elísabet Hrund Salvarsdóttir.
13:50 - 14:50      Therapeutic parenting and adoption.
                            Sarah Naish, félagsráðgjafi í Bretlandi sem hefur starfað í þrjá áratugi innan málefna ættleiddra ásamt því að vera foreldri   fimm ættleiddra barna. Hún hefur því gríðarlega reynslu af málaflokknum, bæði faglega og persónulega. Sarah var valin Kona ársins árið 2014 af samtökum kvenna í atvinnulífinu í Bretlandi. 

14:55 - 15:20      Kaffi

15:20 - 15:50      Ímyndunaraflið og af hverju skiptir það ættleidd börn máli?
                            Jórunn Elídóttir, dósent við Háskólann á Akureyri, doktor í sérkennslu- og menntunarfræðum og móðir telpu sem er ættleidd frá Kína.

15:55 - 16:25      Líðan fullorðinna ættleiddra á Íslandi.
                            Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, kynnir rannsókn sem hún vinnur að og snýr að líðan og tilfinningatengslum uppkominna ættleiddra. Hildur er 29 ára og var ættleidd hingað til lands frá Indlandi þegar hún var 5 mánaða gömul.

16:30 - 16:50      Hringborðsumræður.

16:50 - 17:00      Kristín Ósk Wium Hjartardóttir og börn flytja nokkur lög og með því lýkur málþinginu.

Fundarstjóri er Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, sem hlaut Edduna 2017 og 2018 fyrir þættina Leitin að upprunanum.

Ráðstefnugjald kr. 2.900.-


Svæði