Fréttir

Ađalfundur Íslenskrar ćttleiđingar 2019

Ađalfundur Íslenskrar ćttleiđingar var haldinn miđvikudaginn 13. mars í húsnćđi Framvegis, miđstöđ símenntunar.

Elísabet Hrund Salvarsdóttir formađur félagsins bauđ fundargesti velkomna og tilnefndi Eygló Jónsdóttur sem fundarstjóra sem var samţykkt međ lófataki. Hún stýrđi svo fundinum međ röggsemi og festu.

Elísabet Hrund fór yfir skýrslu stjórnar en ţar bar margt áhugavert á góma:

Skýrsla stjórnar
Meginstarfsemi félagsins

Samkvćmt samţykktum Íslenskrar ćttleiđingar er tilgangur félagsins:

  • ađ vinna ađ alţjóđlegum ćttleiđingum međ ţví markmiđi ađ hagsmunir barnsins séu ávallt hafđir í fyrirrúmi í anda Samnings Sameinuđu ţjóđanna um réttindi barnsins og Haagsamningsins um vernd barna og samvinnu varđandi ćttleiđingu milli landa frá 29. maí 1993
  • ađ vinna ađ velferđ og réttindamálum kjörfjölskyldna
  • ađ ađstođa fólk sem vill ćttleiđa börn erlendis frá
  • ađ standa fyrir frćđslu fyrir félagsmenn í formi frćđslufunda, námskeiđa og fyrirlestra 
  • ađ vinna ađ jöfnum rétti allra, burtséđ frá uppruna 
  • ađ auka ţekkingu og skilning samfélagsins og stjórnvalda á ćttleiđingu og kostum hennar fyrir barn og kjörfjölskyldu 
  • ađ stuđla ađ velferđ barna í samrćmi viđ Samning Sameinuđu ţjóđanna um réttindi barnsins og Haagsamninginn um vernd barna og samvinnu varđandi ćttleiđingu milli landa frá 29. maí 1993.

Íslensk ćttleiđing hefur löggildingu dómsmálaráđuneytisins til ađ annast milligöngu um ćttleiđingar til Íslands frá 5 löndum; Búlgaríu, Kína, Kólumbíu, Tékklandi og Tógó.

Um ćttleiđingar gilda lög nr. 130/1999 međ síđari breytingum og reglugerđir um ćttleiđingar nr. 238/2005 međ síđari breytingum og um ćttleiđingarfélög, nr. 453/2009 međ síđari breytingum.

Íslensk ćttleiđing er rekin án hagnađarsjónarmiđa og til ađ sinna hlutverki sínu sem sett er fram í lögum og reglugerđum hefur félagiđ gert ţjónustusamning viđ dómsmálaráđuneytiđ um skilgreinda ţjónustu til ađ tryggja ađ veita umsćkjendum liđsinni sem nauđsynlegt er til ađ af lögmćtri ćttleiđingu geti orđiđ.
Rekstrarlegar grunnforsendur félagsins eru tryggđar međ framlagi ríkisins í ţjónustusamningnum og er rekstargrundvöllur félagsins ekki háđur fjölda umsćkjenda eđa fjölda ćttleiđinga. Ţetta fyrirkomulag er nú nefnt Íslenska ćttleiđingarmódeliđ og hefur vakiđ athygli langt út fyrir landsteinanna.

Frćđsla, ráđgjög og stuđningur er meginstođ í ćttleiđingarferlinu og er lágmarksţjónusta tryggđ međ framlagi ríkisins til ţjónustusamningsin.

Á árinu 2018 var ţjónustusamningur í gildi viđ ráđuneytiđ og rann hann skeiđ sitt á enda viđ áramót.

Starfsemin á árinu
Íslensk ćttleiđing fagnađi ţví á árinu ađ 40 ár eru liđin frá stofnun félagsins. Dómsmálaráđherra ásamt fríđu föruneyti fögnuđu afmćlisdeginum 15.janúar međ stjórn félagsins og fyrrum formönnum ţess. Fyrri formenn félagsins voru sérstaklega heiđrađir viđ ţetta hátíđlega tćkifćri.

Tímamót urđu í starfi félagsins áriđ 2018 ţegar ný frćđsluáćtlun tók gildi. Međ henni jókst frćđsla til umsćkjenda og fćrđist hún mun framar í ćttleiđingarferilinn. Ţá var tekiđ upp nýtt verklag ţegar umsćkjendur leggja fram umsókn um forsamţykki og er nú gerđur samningur á milli umsćkjenda og félagsins um ţá ţjónustu sem veitt er í ferlinu.

Međ breyttri frćđsluáćltun hefur fjöldi stunda sem umsćkjendur fá í forsamţykkisferlinu aukist úr 28 í 39. Međ ţví ađ fćra frćđsluna framar í ferliđ er markmiđiđ ađ ţekking umsćkjenda á ćttleiđingarmálaflokknum komist til skila inní umsögn barnaverndar. Ţađ ćtti ađ stuđla ađ ţví ađ fjölskyldur frá Íslandi skeri sig úr ţegar kemur ađ ţekkingu, ţegar ţćr eru bornar saman viđ ađra umsćkjendur í upprunalöndum barnanna sem félagiđ starfar međ. Ţetta skiptir sérstaklega máli í ţeim löndum sem para umsćkjendur viđ munađarlaus börn.
Frćđsla til barnaverndarnefnda jókst á síđastlinu ári og fengu allar barnaverndarnefndir frćđslu um málaflokkinn.
Félagiđ finnur fyrir auknum áhuga á frćđslu, og hefur fjöldi beiđna frá fagađilum, háskólasamfélaginu og hagsmunaađilum aukist á árinu. Sérstaklega hefur orđiđ aukning innan skólasamfélagsins, jafnt leikskóla og grunnskóla.
Félagiđ hefur um árabil heimsótt lögfrćđinema viđ Háskólann í Reykjavík og á árinu bćttust félagsráđgjafanemar viđ Háskóla Íslands viđ.

Opnir fyrirlestrar félagsins voru 5 á árinu. Björn Hjálmarsson barna- og unglinga geđlćknir á BUGL fjallađi um snallsímanotkun og skjátíma barna og unglinga. Anne-Lise Rygvold prófessor emeritus viđ Háskólann í Osló fjallađi um langtíma rannsókn sína á mun ţróunar talmáls og lestrar hjá ţeim sem eru ćttleiddir. Ingbjörg Magnúsdóttir grunnskólakennari og MA í sérkennslu flutti erindi um skólaađlögun ćttleiddra barna og sérstöđu ţeirra á fyrstu árum skólagöngunnar. Lucia Skorusova og Ondrej Bousa, fulltrúar tékkneska miđstjórnvaldsins fluttu erindiđ Best interest determination, um pörun munađarlausra barna viđ umsćkjendur í Tékklandi og ađ síđustu flutti Vilborg G. Guđnadóttir erindi um tengslavanda og tengslaeflandi nálgun foreldra.

Eins og áđur hefur Framvegis, miđstöđ símenntunar veitt félaginu fría ađstöđu fyrir fyrirlestrana og ţví er hćgt ađ bjóđa félagsmönnum á landsbyggđinni ađ fylgjast međ í gegnum fjarfundarbúnađ ţeirra.
Í tilefni af afmćli félagsins var bođiđ til málţings ţann 16. mars. Forseti lýđveldisins setti málţingiđ sem var hlađiđ krćsingum fyrir frćđsluţyrsta félagsmenn og fagfólk. Sarah Naish félagsráđgjafi frá Bretlandi flutti erindi um theraputing parenting and adoption, Jórunn Elídóttir dósent viđ Háskólann á Akureyri fjallađi um ímyndunarafliđ og af hverju ţađ skiptir ćttleidd börn svo miklu máli, meistaraneminn Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir sagđi frá rannsókn sini um líđan fullorđinna ćttleiddra, en hún stundađi nám í klínískri sálfrćđi viđ Háskólann í Reykjavík. Í kjölfar málţingsins var Sarah Naish međ námskeiđ sem nefndist Therapeutic Parenting in Real Life. 

Styrktarađilar
Án stuđnings styrktarađila vćri rekstur félagsins ţyngri í vöfum. Síđastliđin ár hefur Íslensk ćttleiđing fengiđ höfđinglegan styrk frá Símanum og lćkkar ţví kostnađur félagsins vegna síma og internetsţjónustu um kr. 60.000 á mánuđi eđa kr. 720.000 á ári. Ţá hefur Sensa veitt félaginu styrk sem nemur allri ţjónustu Sensa. Sensa veitir félaginu yfirgripsmikla tćkniţjónustu og vistar öll gögn félagsins í ISO vottuđu skýi sínu til ađ tryggja öryggi gagna félagsins. Kostnađarmat á styrk Sensa er um kr. 100.000 á mánuđi eđa kr. 1.200.000 á ársgrundvelli.
Íslensk ćttleiđing er eitt af ţeim félögum sem hefur tekiđ ţátt í Reykjavíkurmaraţoni Íslandsbanka og hefur veriđ hćgt ađ heita á ţátttakendur sem hlaupa til styrktar ţess. Styrktarfé ţessa árs rann til barna- og unglingastarfs félagsins, en án hans vćri ekki hćgt ađ bjóđa uppá jafn viđamikiđ starf og raun er. Áriđ 2018 hlupu 22 hlauparar í nafni félagsins og söfnuđu kr. 712.486.
Stjórn félagsins ţakkar öllum ţeim sem styrkja félagiđ til góđra verka.

Samstarf ćttleiđingafélaga
Áriđ 1993 kom Íslensk ćttleiđing ađ stofnun EurAdopt, regnhlífarsamtaka ćttleiđingarfélag í Evrópu. Tveimur árum síđar gekk félagiđ í samtök norrćnna ćttleiđingarfélaga, Nordic Adoption Council, NAC, ţegar ţau voru stofnun. Íslensk ćttleiđing er međ fulltrúa sem sitja ístjórnum ţessara samtaka og taka ţátt í ýmsum verkefnum. Haldnar eru ráđstefnur annađ hvert ár hjá báđum samtökunum ţar sem fariđ er yfir ýmis mál innan málaflokksins, EurAdopt hélt sína í Mílanó í maí 2018. Nćsta ráđstefna NAC verđur haldin á Íslandi 19. –21.september á ţessu ári. Ţađ er mikilvćgt fyrir félagiđ ađ komast í samstarf viđ önnur félög til ađ efla allt starf. Ţar er hćgt ađ afla frekari ţekkingar og kynnast kollegum sem vinna í sama málaflokki.

Samstarfsríki Íslenskrar ćttleiđingar

Búlgaría
Enn hefur engin umsókn veriđ send til Búlgaríu.
Kína
Eitt barn var ćttleitt frá Kína áriđ 2018.
Fjórar umsóknir voru virkar í á biđlista CCCWA í árslok.
Listi barna međ skilgreindar ţarfir var vaktađur reglulega á síđasta ári.
Kólumbía
Engin umsókn var virk í lok árs.
Fyrirhugađ var ađ heimsćkja Kólumbíu á árinu, en miklar breytingar urđu á starfsmannaliđi ICBF á árinu og var ţví heimsókn frestađ fram til 2019.
Tékkland
Fjögur börn voru ćttleidd frá Tékklandi til Íslands á árinu.
Ţrjú börn voru pöruđ viđ verđandi foreldra og hófst undirbúningur fjölskyldnanna fyrir ferđalagiđ til Tékklands.
Tíu umsóknir voru virkar á biđlista UMPOD í lok árs.
Sendinefnd frá miđstjórnvaldi Tékklands heimsótti Ísland á árinu. Yfirsálfrćđingur og tengiliđur félagsins kynntu sér starf félagsins, heimsóttu dómsmálaráđuneytiđ og sýslumannsembćttiđ. Ţá hittu ţau fjölskyldurnar sem hafa ćttleitt frá Tékklandi og voru međ upplýsingafund fyrir umsćkjendur.
Rut Sigurđardóttur félagsráđgjafa félagsins var bođiđ ađ taka ţátt í ráđstefnu í Brno um rödd barna í barnaverndarmálum, en ţar flutti hún erindi um ţátttöku íslenskra barna í málum sem varđa ţau. Erindinu var vel tekiđ og ţótti eftirtektarvert hvernig sýn á barnaverndarmál er ólík í ţessum tveimur ríkjum.
Tógó
Eitt barn var parađ viđ verđandi foreldri á árinu og hófst undirbúningur fjölskyldunnar fyrir ferđalagiđ, en gert er ráđ fyrir ađ hún heimsćki Tógó um mitt ár 2019.
Ein umsókn var virk á biđlista CNEAT í lok árs. 

Lönd í skođun
Kristinn Ingvarsson framkvćmdastjóri félagsins heimsótti Dóminíska lýđveldiđ međ ţađ ađ markmiđi ađ kynna sér ćttleiđingamálflokkinn og kynna starf félagsins fyrir yfirvöldum. Heimsóknin heppnađist vel og var samţykkt ađ hefja undirbúning undir umsókn um löggildingu félagsins til ađ annast milligöngu um ćttleiđingar ţađan. 

Tölfrćđi:
16 samningar voru gerđir viđ nýja umsćkjendur um forsamţykki.
40 fyrstu viđtöl hjá ráđgjöfum félagsins.
57 eftirfylgniskýrslur skrifađar af félagsráđgjöfum félagsins.
5 ćttleiđingar á árinu. 1 frá Kína og 4 frá Tékklandi.
11 upplýsingar um börn skođađar af sérfrćđingum félagsins.
15 umsóknir voru virkar hjá upprunalöndunum sem félagiđ er í samstarfi viđ.
16 umsóknir voru í vinnslu hjá sýslumannsembćttinu á höfuđborgarsvćđinu.
4 forsamţykki voru virk sem ekki hafa orđiđ ađ umsókn í lok árs.
11 stjórnarfundir voru haldnir á árinu.
83 fréttir voru skrifađar á heimasíđu félagsins.

Ţegar Elísabet Hrund hafđi lokiđ yfirferđ yfir skýrslu stjórnar vatt hún sér í ađ kynna ársreikning félagsins og helstu kennitölur í honum. 

Fjögur frambođ bárust um fjögur laus sćti í stjórn félagsins og var ţví sjálfkjöriđ í ţau.

Stjórn félagsins er ţví skipuđ ţannig:
Ari Ţór Guđmannsson
Elísabet Hrund Salvarsdóttir
Ingibjörg Valgeirsdóttir
Lísa Björg Lárusdóttir 
Magali Mouy 
Sigrún Eva Grétarsdóttir 
Sigurđur Halldór Jesson 

Lára Guđmundsdóttir gaf ekki kost á sér ađ nýju og ţakkar félagiđ henni óeigingjarnt starf í ţágu Íslenskrar ćttleiđingar.

Fundurinn ákvađ ađ ágjald félagsins skyldi vera óbreytt á ţessu ári kr. 2.900.- 

Engar breytingar á samţykktum bárust félaginu og engin önnur mál voru borin upp.

Stjórn mun funda hiđ fyrsta og skipta međ sér verkum, eins og um getur í samţykktum félagsins.

 

Svćđi