Fréttir

Fjölskylduganga á Akrafjall

 
Hjónin Stephan og Ute Schiffel ætla að stýra gönguferð á Akrafjall þann 19.maí næstkomandi. 
Akrafjall er tiltölulega auðvelt og skemmtilegt að ganga á, með frábæru útsýni og hentar fjölskyldufólki sérstaklega vel. 
 
Mæting kl 11:00 á bílastæðinu hjá Akrafjalli - kort
 
Endilega koma með nesti sem er hægt að borða á toppnum og svo er tilvalið að koma með sunddótið og fara í sund á leiðinni heim. 
 
Ferðin kostar ekkert, hver fjölskylda sér aðeins um koma með nesti en til að vita hversu margir mæta, þætti okkur vænt um ef fólk myndi skrá sig.
 



Svæði