Fréttir

Ađalfundur ÍĆ 13.08.2008

Ađalfundur Íslenskrar ćttleiđingar haldinn ţann 13. Mars 2008 kl. 20:00 á Hótel Loftleiđum
 
Fundurinn hófst á erindi Lene Kamm, sálfrćđings frá Danmörku. Hún er sjálf ćttleidd og fjallađi erindi hennar um ćttleiđingu frá sjónarhóli barnsins.
 
1. Venjuleg ađalfundarstörf
 
Ingibjörg Jónsdóttir formađur ÍĆ hóf fundinn međ ţví ađ tilnefna Hrafnhildi Arnkelsdóttur sem fundarstjóra og Kristjönu E. Jóhannsdóttur sem fundarritara.
 
Skýrsla formanns
Áriđ 2007 var međalár hvađ fjölda ćttleiđinga varđar. 21 barn kom heim á árinu, 19 frá Kína, 1 frá Kólumbíu og 1 frá Tékklandi. Í fyrsta sinn frá árinu 1990 kom ekkert barn heim frá Indlandi og er helsta skýringin á ţví sú hve erfiđlega gekk ađ fá starfsleyfi ÍĆ endurnýjađ. Fulltrúar ÍĆ sóttu ráđstefnu á Indlandi í október sl. og áttu ţá fund međ yfirmönnum CARA um endurnýjunina. Ţessi fundur hafđi áhrif, ţví ađ núna um áramótin kom loksins hiđ langţráđa skjal.
 
Umsóknum til Kólumbíu hefur fjölgađ verulega og eitt brýnasta verkefni ÍĆ á nćstunni er ađ fara ţangađ og kynnast starfseminni sem ţar er auk ţess ađ kynna félagiđ okkar.
 
Ţróun síđustu ára er sú ađ ćttleiđanlegum börnum hefur fćkkađ, en ţar er átt viđ ţau börn sem eru á barnaheimilum sem hafa leyfi stjórnvalda í landinu til ađ ćttleiđa börn úr landi. Á sama tíma hefur umsóknum fjölgađ mjög mikiđ. Í öllum ţeim löndum sem ćttleiđa börn úr landi hefur tíminn sem ćttleiđingarferliđ tekur lengst og einnig hefur sú jákvćđa ţróun átt sér stađ í upprunalöndunum ađ innanlandsćttleiđingum hefur fjölgađ.
 
Barnasáttmáli Sameinuđu ţjóđanna og Haag samningurinn um vernd barna og ungmenna eru sáttmálar sem Íslendingar eru ađilar ađ og viđ vinnum eftir. Samkvćmt ţeim ber ríkjum ađ viđurkenna ađ ćttleiđing milli landa geti ađeins komiđ til álita ađ ekki sé unnt ađ koma barni í fóstur eđa til ćttleiđingar í upprunalandinu. Ćttleiđing úr landi er nćst lakasti kosturinn fyrir barniđ og ađeins vist á munađarleysingjaheimili er talin verri. Ţessir alţjóđasáttmálar, sem eru samdir í ţeim tilgangi ađ vernda munađarlaus börn, geta á stundum veriđ skýringin á ţví hversu erfitt og flókiđ ţađ er ađ koma einu ćttleiđingarmáli í gegn. Samt sem áđur er mikilvćgt ađ vinna eftir ţeim sáttmálum sem undirritađir eru ţar sem ţeir vernda börnin okkar í ţessu ferli.
 
Umsóknum á biđlista ÍĆ fćkkađi áriđ 2007 frá árinu áđur. Nú eru um 130 umsóknir í gangi, 90 í Kína, 12 í Kólumbíu, 3 í Tékklandi og 12 eru á Indlandsbiđlistanum auk ţess sem nokkrir eru óákveđnir.
 
Ef litiđ er til einstakra landa ţá hafa nýjar reglur sem tóku gildi í Kína áriđ 2007 breytt miklu. Nú er nćr útilokađ ađ senda út umsóknir fyrir einhleypa ţar sem ţćr eru látnar mćta afgangi og vegna mikillar ásóknar frá hjónum sem uppfylla öll skilyrđi til ćttleiđingar frá Kína er ekki mikill möguleiki fyrir ţennar hóp ađ ćttleiđa ţađan. Nýjar reglur um 50 ára hámarksaldur umsćkjenda, tveggja ára hjónaband, strangari skilyrđi um ţyngd og almennt heilsufar hefur einnig gert möguleika margra á ćttleiđingu ađ engu.
 
Í Kólumbíu hefur ţróunin líkt og annars stađar veriđ sú ađ umsóknum hefur fjölgađ en börnum fćkkađ. Olga, tengiliđur og lögfrćđingur ÍĆ, segir allt međ eđlilegum hćtti og engan bilbug er ađ finna á henni.
 
Nýjasta ćttleiđingalandiđ okkar er Tékkland og fyrsta barniđ ţađan kom heim voriđ 2007. Fleiri umsćkjendur sýna áhuga á ţví ađ senda umsókn ţangađ og eru nú fjórar í vinnslu.
 
Möguleikar á nýjum ćttleiđingalöndum hafa veriđ skođađir og hefur veriđ horft til Afríku, bćđi Eţíópíu og S-Afríku í ţví sambandi, en einnig til nokkurra fleiri landa. Hafa skilyrđi í löndunum og möguleikar “venjulegra íslenskra umsćkjenda” veriđ skođuđ sérstaklega, en á Íslandi er algengt ađ fólk sé ógift og víđa er krafist nokkurra ára giftingartíma, eđa ađ umsćkjendur eru eldri en ýmis lönd telja ćskilegt og ţarf ađ taka miđ af ţessu viđ óskir um samstarf. Formlegt samstarf viđ ný lönd verđur kynnt á heimasíđu ÍĆ ţegar ađ ţví kemur.
 
Í mars fór fulltrúi ÍĆ á Euradopt fund í Luxemburg ţar sem umrćđuefniđ var erfiđleikarnir sem ćttleiđingaheimurinn á í ţessa dagana. Ćttleiđingum hefur fćkkađ og ekki útlit fyrir ađ ţađ breytist á nćstu árum. Ţađ er mikilvćgt fyrir lítiđ félag eins og ÍĆ ađ sjá ađ alls stađar er veriđ ađ fást viđ sömu málin og mikilvćgt ađ viđhalda faglegum vinnubrögđum og gera miklar kröfur til ţeirra ađila sem veriđ er ađ vinna međ í upprunalandi barnanna.
 
Fulltrúar ÍĆ sóttu stóra NAC ráđstefnu í Helsinki í september og á henni voru ýmis málefni ćttleiddra rćdd, bćđi hvađ varđar rannsóknir og reynslu ţeirra. ÍĆ mun halda ţessa ráđstefnu áriđ 2009 og koma helstu frćđimenn og fulltrúar ćttleiđingasamtaka Norđurlandanna og fulltrúar frá upprunalöndunum til međ ađ sćkja hana. Einnig verđur skipulagđur opinn dagur í tengslum viđ ţessa ráđstefnu.
 
Formađur og framkvćmdastjóri ÍĆ sóttu alţjóđlega ráđstefnu um ćttleiđingamál í Dehli í október. Ađal viđfangsefni hennar var ađ kynna nýjar reglur sem CARA vill setja, en CARA er miđstýrt yfirvald ćttleiđingarmála á Indlandi og allar ćttleiđingar fara í gegnum ţá skrifstofu. Ţarna er um ađ rćđa hertar reglur sem Indland mun setja í framtíđinni og svipar ţeim mjög til ţeirra sem Kína setti 1. maí 2007 . Íslenska sendiráđiđ í Dehli var einnig heimsótt ţar sem málefni varđandi vegabréfsáritanir og ferđaleyfi barnanna voru međal annars rćdd. Ferđin endađi í Kolkata ţar sem böndin voru styrkt međ ţví ađ heimsćkja barnaheimiliđ og eiga góđan fund međ Anju. Átti ţessi heimsókn vonandi ţátt í ţví ađ nú á vordögum eru vćntanlegar upplýsingar um börn frá Indlandi.
 
Dóms- og kirkjumálaráđuneytiđ hélt námstefnu um ćttleiđingar í mars 2007, en hún var fyrst og fremst ćtluđu starfsfólki félagsţjónustu sveitarfélaganna sem kemur ađ gerđ greinargerđar umsćkjenda um ćttleiđingu. Fulltrúar ÍĆ voru gestir á námstefnunni og sagđi Karl Steinar Valsson, varaformađur ÍĆ frá hlutverki félagsins.
 
Um mitt síđasta ár var afkoma félagsins orđin mjög alvarleg.  Formađur og framkvćmdastjóri sátu fund međ formanni fjárlaganefndar í lok nóvember ţar sem fjárhagsstađan var rćdd og í framhaldi af ţeim fundi samţykkti fjárlaganefnd Alţingis ţriggja milljóna króna aukafjárveitingu inn í rekstur félagsins.
 
Félagslífiđ var blómlegt á síđasta ári og öllum ţeim nefndum og öđrum sem unniđ hafa fyrir félagiđ var ţakkađ fyrir mikilvćgt vinnuframlag.
 
Áriđ 2007 kom út bćklingur á vegum ÍĆ sem var ţýddur úr sćnsku og fjallar um ćttleidda barniđ og skólann.
 
PAS-nefndin skipulagđi fyrirlestur međ Nadya Molina og var hann vel sóttur. Fjallađi hann um tengslamyndun ćttleiddra barna og ţá erfiđleika sem geta átt sér stađ ef ţađ ferli tekst ekki. Bauđ hún félagsmönnum viđtöl heima hjá ţeim og nýttu ţó nokkrir ţá ţjónustu.
 
Undirbúningur afmćlisársins hófst á haustmánuđum 2007 međ ţví ađ setja afmćlisnefnd á laggirnar. Hennar fyrsta verk var ađ skipuleggja afmćlisveislu sem haldin var 17. febrúar sl. Ţátttaka fór fram úr björtustu vonum og áttu allir ljúfa stund saman međ ţađ eina ađ markmiđi ađ hittast, fá sér afmćlisköku og hafa gaman. Tímamótanna verđur minnst allt afmćlisáriđ. Í vor ćtlar PAS-nefndin ađ sjá um málţing og í nóvember verđur ćttleiđingarvika ađ hćtti frćnda okkar á Norđurlöndum, sem halda slíka viku í 47. viku ár hvert. Vikan er ţá tileinkuđ ţessu málefni á einhvern hátt međ röđ fyrirlestra, fjölmiđlaumfjöllun o.fl. sem afmćlisnefndin skipuleggur.
 
Fyrirspurn kom varđandi ţađ hvort aftur verđi sótt til fjárlaganefndar um aukafjárveitingu. Ţess gerist ekki ţörf ţar sem ţetta er föst aukafjárveiting upp á 3 milljónir.
 
Spurt var um starfsleyfi barnaheimilisins í Kolkata sem rennur út í mars. CARA á eftir ađ samţykkja endurnýjunina, en hún er gerđ á ţriggja ára fresti. Ţetta ferli á ekki ađ hafa mikil áhrif varđandi vćntanlegar upplýsingar um börn hingađ.
 
Ársreikningur félagsins
Pálmi Finnbogason kynnti reikninga félagsins, sem hafa veriđ undirritađir af endurskođanda Price Waterhouse Coopers og stjórn ÍĆ. Tekjur félagsins hćkka á milli ára vegna aukafjárframlags frá hinu opinbera. Laun hćkkuđu einnig milli ára ţar sem Guđlaug félagsráđgjafi var starfandi í 5 mánuđi á síđasta ári. Handbćrt fé eykst. Eignir eru 8 milljónir og auknir fjármunir eru í árslok frá fyrra ári.
 
Ein fyrirspurn kom frá félagsmanni um hve stór hluti af rekstrartekjum kćmi frá Ríkinu. Ţađ eru 9 milljónir á ári.
 
Kjör stjórnar
Tveir stjórnarmenn hćtta störfum, ţeir Karl Steinar Valsson og Pálmi Finnbogason. Ingibjörg Birgisdóttir og Kristjana Erlen Jóhannsdóttir gefa kost á sér áfram. Finnur Oddsson og Ragna Freyja Gísladóttir bjóđa sig fram og voru kosin međ handauppréttingu.
 
Ákvörđun félagsgjalds
Lagt var til ađ hćkka félagsgjaldiđ úr 4.500 krónum í 5000 krónur frá árinu 2008. Ţađ var samţykkt samhljóđa.
 
Skýrslur nefnda
 
Skemmtinefnd
Kristín Skjaldardóttir, fulltrúi skemmtinefndar á Suđvestur-horninu las skýrslu nefndarinnar og einnig skýrslu Norđurlandsdeildarinnar. Á síđasta starfsári voru mánađarlegar fjölskyldustundir ţar sem viđfangsefni voru fjölbreytt svo ná mćtti til sem flestra, en tilgangurinn fyrst og fremst sá ađ fjölskyldur hittist og börnin leiki sér saman. Fyrsta laugardag í mánuđi hefur félagiđ Hreyfiland til afnota í klukkustund. Árlegt grill var í Heiđmörk. Útilegan var haldin ađ Húsabakka í Svarfađardal og var skipulögđ af skemmtinefndinni á Norđurlandi. Útilegan var eins og alltaf ćttarmóti líkust ţar sem allir njóta sín og var gaman ađ sjá afa og ömmur í hópnum. Jólaballiđ var fjölmennt ađ vanda. Margir eru ađ hćtta í skemmtinefnd og vantar áhugasamt fólk til starfa. 
 
Á Norđurlandinu voru haldnar fjölskyldustundir bćđi innan húss og utan, grillveisla í Kjarnaskógi, íţróttadagur í Ţelamörk sem verđur fastur liđur hér eftir, kaffihúsaferđir, bíóferđir og fjöruferđ. Útilegan var ađalverkefni Norđurlandsdeildarinnar á síđasta ári, en hana sóttu um 300 manns. Helga Hjálmarsdóttir og Jórunn Elídóttir hafa tekiđ viđ keflinu frá ţeim Birnu og Ingu Möggu og ćtla ađ stjórna starfi skemmtinefndar á Norđurlandi nćsta áriđ.
 
PAS nefnd
Gerđur Guđmundsdóttir las skýrslu PAS-nefndar, en hún skipuleggur frćđslu fyrir félagsmenn. Fulltrúi nefndarinnar sótti norrćnan PAS-fund í Helsinki og ţar sást ađ viđ erum ađ gera góđa hluti. Erum auđvitađ í peningaströgli eins og allir ađrir.  Sérfrćđingalisti sem nefndin hefur tekiđ saman er til hjá félaginu. Nefndin stóđ fyrir fyrirlestri Nadia Molina og var hann bćđi vel sóttur og fróđlegur. Fyrirlestur um myndrćnt skipulag var haldinn í febrúar. Ţetta var góđur fyrirlestur Unnar Valdimarsdóttur leikskólasérkennara. Nefndin er ađ skipuleggja málţing sem haldiđ verđur 17. maí og fyrirlestur verđur haldinn á haustdögum. PAS-starfiđ er í móun og verđur skilgreint betur á nćsta starfsári. Félagsmenn eru hvattir til ađ senda PAS-nefndinni tillögur og hugmyndir.
 
Fjáröflunarnefnd
Klara Geirsdóttir og Elín Kristbjörnsdóttir sögđu frá starfi fjáröflunarnefndar en hlutverk hennar er ađ safna fé til ađ vinna ađ velferđarmálum barna erlendis. Í mars 2007 var sendur 3000 US dollara styrkur til Tomorrow Plan verkefnisins í Kína. Í gćr, 12. mars 2008, var sendur 5000 US dollara styrkur til CCAA vegna kuldanna sem voru í Kína fyrr á árinu. Fjáröflunarnefnd vildi gjarnan sjá fleiri félagsmenn taka ţátt ţegar beđiđ er um ađstođ, t.d. viđ sölu í Kolaportinu, vörutalningar og innpökkun jólagjafa fyrir fyrirtćki. Fjáröflunarnefndarkonur hvetja fólk á biđlista til ađ koma og starfa međ henni.
 
Ritnefnd
Kristín Valdimarsdóttir stóđ upp og sagđi ritnefnd vera ađ vinna í afmćlisblađinu kemur út fljótlega.
 
2. Önnur mál
Fyrsta samkynhneigđa par félagsins kvaddi sér hljóđs og lýsti áhuga sínum á ţví ađ starfa fyrir félagiđ ţó ekki sé enn land sem hćgt er ađ senda umsóknir ţeirra til.
 
Fleira var ekki rćtt og fundi slitiđ.
Kristjana Erlen Jóhannsdóttir
fundarritari

Svćđi