Fréttir

Stjórnarfundur 06.04.2009

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar mánudaginn 6. apríl 2009, kl. 16.30. 
3. fundur stjórnar
 
Mættir: Ágúst Guðmundsson
Finnur Oddsson
Hörður Svavarsson 
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Kristjana E. Jóhannsdóttir var forfölluð
Guðrún framkvæmdastjóri var einnig viðstödd fundinn.
 
Mál á dagskrá:
1.    Væntanlegur aukaaðalfundur
2.    Möguleikar íbúa utan höfuðborgarsvæðisins á að greiða atkvæði á aðalfundi
3.    NAC ráðstefna í haust
4.    Rannsókn Dr. Jórunnar Elísdóttur
5.    Samstarf félaga á ættleiðingavettvangi
6.    Fjárhagsáætlun
7.    Námskeiðsmál
8.    Gjöld fyrir þjónustu félagsins
9.    Fulltrúar ÍÆ í Nordic Adoption Council og EurAdopt
10.  Ákveða hvernig umsækjendur geta skipt milli landa
 
1.     Væntanlegur aukaaðalfundur.
Þegar öll framboð hafa borist skrifstofu ÍÆ verður frétt þess efnis sett upp á heimasíðu ÍÆ. Skrifstofan annast allan almennan undirbúning fyrir aukaaðalfundinn.
 
2.     Möguleikar íbúa utan höfuðborgarsvæðisins á að greiða atkvæði á aðalfundi.
Stjórn ræddi atkvæðisrétt félagsmanna utan höfuðborgarsvæðisins vegna fyrirspurn frá félagsmanni sem staðsettur er úti á landi. Það er álit stjórnar að ekkert í lögunum félagsins standi því í vegi að þeir félagsmenn sem ekki eiga heimangengt á aðalfund félagsins fái að nota atkvæðarétt sinn. Stjórn vísar til almennra reglna og viðmiða þar um. Umboðsmaður félagsmanns skal þannig leggja fram skriflegt, dagsett og vottað umboð.
 
3.     NAC ráðstefna í haust.
Eitt af þeim verkefnum sem Ingibjörg Birgisdóttir fyrrum stjórnarmaður ÍÆ og fulltrúi félagsins í NAC var með fyrir NAC var skipulagning aðalfundarins og ráðstefna hér á landi í haust í samstarfi við stjórn NAC. Ingibjörg kvaðst í erindi til stjórnar ÍÆ vera tilbúin til þess að klára þetta verk í samvinnu við stjórn ÍÆ og væntanlega PAS nefnd ef stjórn vildi þiggja það. Stjórn ÍÆ þakkar Ingibjörgu Birgisdóttur kærlega fyrir og þiggur boð hennar með þökkum. Kostnaður ráðstefnu er greiddur af þátttakendum.
 
4.     Rannsókn Dr. Jórunnar Elísdóttur.
Tilkynning barst formanni stjórnar um að erindið hafi verið dregið til baka.
 
5.     Samstarf félaga á ættleiðingavettvangi.
Formaður lagði fram minnisblað um fund sem hann átti með formönnum félaganna Alþjóðleg ættleiðing og Foreldrafélag ættleiddra barna.
Stjórn ÍÆ ákveður að vinna að formlegu samstarfi við hin félögin með hliðsjón af minnisblaðinu, með vísan til þess að unnið verði að sameiginlegum markmiðum. Í framhaldinu telur stjórnin mikilvægt að viðhalda góðum samskiptum við stjórnvöld.
 
6.     Fjárhagsáætlun.
Ákvörðun um að fresta umræðu þar til á næsta stjórnarfundi.
 
7.     Námskeiðsmál.
Guðrún upplýsir okkur um að næsta námskeið skyldi halda fyrir sumarið. Hins vegar næst ekki næg þátttaka og því þarf að fresta námskeiðinu. Guðrún hafði samband við sýslumanninn í Búðardal og tjáð henni hvernig aðstæðum væri háttað. Sýslumaður kvaðst hafa skilning á að þörf sé fyrir undanþágu vegna sérstakra aðstæðna og er ákvörðunar um framkvæmdina að vænta strax eftir páska.  Umsækjendur myndu sækja námskeið strax að hausti.
 
Öðrum liðum á dagskrá frestað til næsta fundar. 
 
Fundi slitið kl. 18.00.

Svæði