Fréttir

Stjórnarfundur 11.01.2022

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 11. janúar kl. 17.

Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir og Tinna Þórarinsdóttir.

Brynja Dan tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað.

Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir þátt sem framkvæmdastjóri félagsins í gegnum fjarfundarbúnað.

Dylan Herrera boðaði forföll. Sigurður Halldór Jesson er í leyfi frá stjórnarstörfum. 

Dagskrá stjórnarfundar 

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
  2. Skýrsla skrifstofu
  3. Skipulag vegna breytinga á framkvæmdastjóra
  4. Aðalfundur ÍÆ 2022
  5. Ársreikningur 2021
  6. Samráðsfundur DMR og ÍÆ 19.janúar
  7. EurAdopt og NAC
  8. Fræðsla ársins
  9. Verktakagreiðslur vegna eftirfylgniskýrslna
  10. Breytingar á samþykktum félagsins
  11. Önnur mál

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerðir vegna stjórnfunda í nóvember og desember 2021 samþykktar.

2. Skýrsla skrifstofu
Uppfærsla Dylans á  Yggdrasil grunni að verða tilbúin. 
Kristinn hætti störfum sl. áramót.

3. Skipulag vegna breytinga á framkvæmdastjóra
Ákveðið er að fyrir hvern stjórnarfund, þ.e. mánaðarlega verði allir reikningar settir inn á sjóðsstreymi sem verður aðgengilegt fyrir stjórn í því skyni að stjórnarmeðlimir hafi betri yfirsýn yfir fjármál félagsins. 

4. Aðalfundur ÍÆ 2022
Ákveðið er að stefna á fimmtudaginn 17. mars.

5. Ársreikningur 2021
Byrjað er að undirbúa ársreikning fyrir sl. ár. Búið er að bóka allt inn og eru afstemmingarnar næstar.
Ársreikningur verður lagður fram á næsta stjórnarfundi í febrúar.

6. Samráðsfundur DMR og ÍÆ 19.janúar
Ekki er komið á hreint hver staðan verður vegna covid. Spurning hvort fundurinn verði í gegnum fjarfundarbúnað. Elísabet og Lísa munu mæta.

7. EurAdopt og NAC
Síðasti Nac fundur var í gær og gekk hann vel. Áhugavert að heyra að Finnland, Dannmörk og Svíþjóð settu saman hóp í kringum Indland. Áhugi hjá okkur að komast inn í þennan hóp. 

Noregur sagði frá því að þau fengu samþykki innan Noregs að bæta við sig fleiri samstarfslöndum. Dannmörk voru að fá samþykkt viðbótarframlag frá ríkinu, tryggt fjárframlag fyrir næstu fjögur ár. 

EurAdopt fundur nk. fimmtudag.

8. Fræðsla ársins
Rut og Elísabet hafa rætt þann möguleika að hafa fræðslu í gegnum netið á árinu. Rut hefur verið í sambandi við samtökin 78 og boðið þeim fræðslu. Upp hafa komið hugmyndir um að halda jafnvel fræðslur um ákveðin lönd þar sem bæði þau sem hafa ættleitt frá því landi, eru á biðlista og áhugasamir geti mætt. Gæti leitt til aukinna tengsla þar á milli. 

9. Verktakagreiðslur vegna eftirfylgniskýrslna
Komið hefur fram óformleg krafa um að gjald fyrir vinnslu eftirfylgniskýrslna verði hækkað. Marta túlkur í Tékklandi hefur jafnframt gefið út að hún muni nú hækka gjald fyrir þýðingar á nýju ári.

10. Breytingar á samþykktum félagsins
Skila þarf breytingartillögum á samþykktum til stjórnar fyrir lok janúarmánaðar. Þær skulu svo vera tilgreindar í fundarboði. Lísa og Berglind ætla að skoða og senda tillögu á stjórn fyrir lok janúar og verður tillagan svo rædd betur á næsta stjórnarfundi.

11. Önnur mál

Erindi varðandi samstarf á milli íslenskra fjölskyldna sem hafa ættleitt barn frá Tékklandi við samtök í Tékklandi var sent á félagið – Rut og Elísabet ætla að kynna sér málið þetta betur. Elísabet mun einnig ræða þetta við samstarfsaðila okkar í Tékklandi og sjá hvað þau hafa um málið að segja.

Í byrjun apríl er von á tékklenskum listamönnum til landsins vegna Roma daga sem haldnir verða í Veröld, húsi Vigdísar í apríl nk.  Verður vikulöng dagskrá þá. Skrifstofan ætlar að skoða nánar og auglýsa fyrir félagsmenn.

Fundi lokið kl: 18:10

Næsti fundur: Þriðjudagurinn 8. febrúar kl. 17


Svæði