Fréttir

Stjórnarfundur 11.01.2023

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 11.janúar kl 17:30 á skrifstofu félagsins.

Mætt eru: Lísa Björg Lárusdóttir, Berglind Glóð Garðarsdóttir, Gylfi Már Ágústsson, Svandís Sigurðardóttir, Tinna Þórarinsdóttir
og Örn Haraldsson.

Fjarverandi:  Brynja Dan Gunnarsdóttir

Þá tók Elísabet Salvarsdóttir þátt sem framkvæmdarstjóri félagsins.

Dagskrá stjórnarfundar 

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Skýrsla skrifstofu 
  3. Þjónustusamningur 
  4. Tékkland 
  5. Sri Lanka 
  6. Ársáætlun 2023 
  7. Aðalfundur ÍÆ 2023 
  8. Ársreikningur 2022 
  9. Breytingar á samþykktum félagsins
  10. Önnur mál 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar  
Engar athugasemdir gerðar við síðustu fundargerð.  

2. Skýrsla skrifstofu 
Í desembermánuði voru aðal málin Sri Lanka, þjónustusamningurinn og staðan í Tékklandi. Skrifstofa ÍÆ
tók einnig þátt í málþingi á netinu. Á þriðjudaginn sl. kom boð frá kínverska sendiráðinu á tvær kínverskar
bíómyndir. Stjórn og skrifstofu er boðið. 

Það er ein íslensk fjölskylda á Indlandi sem óskuðu eftir því að fá að heimsækja barnaheimili sem börn þeirra
komu frá. Það gekk erfiðlega að ná í rétta aðila en yfirleitt er aðeins hægt að fá upplýsingar og svör frá CARA
sem eru ættleiðingaryfirvöld þar í landi. 

3. Þjónustusamningur 
Dómsmálaráðuneytið hafði óskað eftir fresti til og með 17. janúar 2023 til að leggja fram nýjan þjónustusamning.
Var fallist á það og mun framkvæmdastjóri svara beiðni ráðuneytisins.

4. Tékkland 
Breytingar í Tékklandi. Tölvupóstur barst frá UMPOD til allra samstarfslanda um að takmörkun yrði á fjölda
nýrra umsókna. Staðan verður endurmetin í júní. Skv. þeim upplýsingum sem ÍÆ hefur frá Tékklandi þá munu
þær umsóknir sem eru nú þegar til vinnslu hjá félaginu vera í lagi. Undirbúa þarf verklag ef sú staða kemur upp
að ekki sé hægt að senda fleiri umsóknir til Tékklands.

5. Sri Lanka 
Félagið hafði auglýst fund fyrir Sri Lanka hópinn þann 23. janúar. Er það mat stjórnar að önnur verkefni þurfi að
ganga fyrir og ekki sé tímabært að halda fund að svo stöddu. Ákveðið var að færa fundinn.   

6. Ársáætlun 2023 
Sú áætlun sem liggur fyrir tekur mið af því að fjárframlög frá DMR séu óbreytt í samræmi við útrunninn
þjónustusamning. Endurskoða þarf fjárhagsáætlun þegar búið er að undirrita nýjan þjónustusamning en
einnig þarf að uppfæra áætlun með tilliti til fyrirhugðra breytinga á skrifstofu ÍÆ. 

7. Aðalfundur ÍÆ 2023 
Aðalfundur er fyrirhugaður þriðju vikuna í mars. Undirbúningur vegna aðalfundar er hafinn. 

8. Ársreikningur 2022 
Verið er að klára afstemmingar fyrir bókhald síðasta árs. Búið er að óska eftir því við Rýni endurskoðun
ehf að þau hefji vinnu við gerð ársreiknings ÍÆ 2022. 

9. Breytingar á samþykktum félagsins 
Tillögur að breytingu á samþykktum félagsins þurfa að berast félaginu fyrir lok 31. janúar nk. Á síðasta
aðalfundi kom fram athugasemd varðandi ákvæði sem varðar brottvikningu stjórnarmanns, laut sú
athugasemd að því að það vantaði að tilgreina frest fyrir stjórn að boða til aukafundar. Lísa og Berglind
munu uppfæra ákvæðið og senda á netfang félagsins. 

10. Önnur mál 
Þann 17. janúar nk. verður foreldrahittingur á vegum ÍÆ og mun Örn leiða umræðuna auk þess sem
framkvæmdastjóri verður á staðnum sem foreldri tveggja ættleiddra barna. 

Boðað var til stjórnarfundar þann 18. janúar nk. kl. 17:30 en þá ætti nýr þjónustusamningur að liggja fyrir að hálfu DMR. 

Fundi slitið kl. 19:00

 


Svæði