Fréttir

Stjórnarfundur 13.11.1985

Á fundinum var rætt um hvaða salarkynni skyldu nota fyrir jólafagnað var ákveðið að nota sal Alþýðusambandsins þar sem verð pr. pers. er hagstæðast þar.
Einnig var rætt um komu Dammas Hordijda og frú og hvort félagið ætli að taka þátt í kostnaðinum. Var ákveðið að það yrði gert að því marki sem félaginu væri unnt.
Rætt var lítillega um hugsanlega löggildingu félagsins, kosti og galla, og hvernig væri hægt að útskýra og gera grein fyrir sjónarmiðum og markmiðum félagsins því heyrst hefur um stiðrleika hjá Dómsmálaráðuneyti + félagsm.st. 
Á fundinum kom fram tillaga um ritnefnd fyrir fréttabréf félagsins og einnig að hafa pláss fyrir smáauglýsingar fyrir það sem vilja selja barnavörur.

Mættir voru Engilbert Valgarðsson, Guðrún Ó Sveinsdótir, Sigurður Karlsson og frá skemmtinefnd Hilmar Karlsson og Ragna Birna Baldvinsdóttir.

f.hönd ritara Sig.Karlsson
Elín Jakobsdóttir


Svæði