Fréttir

Stjórnarfundur 14.02.2017

Árið 2017, þriðjudaginn 14.febrúar kl. 19:30 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.

Fundinn sátu Ari Þór Guðmannsson, Dagný Rut Haraldsdóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Sigurður Halldór Jesson.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Þetta var tekið fyrir:

1.      Fundargerð frá 10.janúar    
Rædd og samþykkt.

2.      Mánaðarskýrslur nóvember og desember 2016
Nokkur atriði rædd.

3.      Aðalfundur 2017
Undirbúningur fyrir aðalfund gengur vel.

4.      Nac og Euradopt
Væntanlegur fundurinn vegna Euradopt í Lux 31.mars – 1.apríl ræddur.
Nac ráðstefna verður í Helsinki 28. – 30.september, endanleg dagskrá 

5.      Málefni Tógó
Rætt um fund með IRR á fimmtudaginn16. febrúar þar sem fara á yfir verklag vegna ættleiðingar barna frá Tógó til Íslands.
23. febrúar verður boðið uppá fund með þeim sem eru í Tógó hópnum til að segja frá heimsókn sendinefndar Tógó í desember.

6.      Upprunaleit
Mál vegna upprunaleitar rædd.

7.      Reglugerð
KI og Dagný fara yfir reglugerðina aftur og senda með athugasemdum á stjórnina.


8.      Önnur mál
8.a Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald, 84. mál.
Frumvarpið rædd og engar athugasemdir gerðar.

8.b 40 ára afmæli félagsins
Aðeins rætt um stórafmæli félagsins sem verður 2018, farið verður af stað í undirbúning eftir Aðalfund 2017.

8.c Ferðalög ársins
Farið yfir hvaða ferðalög eru á dagskrá 2017. Ferðir vegna funda Euradopt og Nac, verið er að undirbúa heimsókn til Tékklands sem væntanlega verður í maí. Skoða heimsóknir til Indónesíu, Sri Lanka og Filipseyjar.

8.d Kynning á lesefni til félagsmanna
Formaður fékk fyrirspurn um það hvernig kynningu á lesefni væri háttað hjá félaginu. KI ætlar að skoða það mál.

8.e Samþykktir félagsins
Frekari breytingar á samþykktum félagsins verða teknir fyrri á árinu.

8.f Nýr starfsmaður
KI segir frá nýjum starfsmanni skrifstofu, Rut Sigurðardóttur félagsráðgjafa sem mun hefja störf á næstu mánuðum.

8.g Samningur milli ÍÆ og umsækjanda
KI og Dagný útbúa samning og senda á stjórnina til yfirferðar.

8.h Námskeið
Styrkur vegna námskeiðsins "Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar, samþykktur.

Fundi slitið kl.21:41

 


Svæði