Fréttir

Stjórnarfundur 14.06.2023

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 14. júní 2023 kl. 17:30. 

Mætt: Gylfi Már Ágústsson, Selma Hafsteinsdóttir, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Sólveig Diljá Haraldsdóttir, Svandís Sigurðardóttir og Örn Haraldsson. 

Fjarverandi: Berglind Glóð Garðarsdóttir 

Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.

Dagskrá stjórnarfundar 

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Skýrsla skrifstofu 
  3. DMR
  4. Þjónustugjöld
  5. NAC
  6. Hague 30 ára afmæli
  7. Tékkland – minnisblað
  8. Sumarlokun skrifstofu- minnisblað 
  9. Önnur mál 

1.Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt

2.Skýrsla skrifstofu
Minnisblað vegna skýrsla skrifstofu fyrir maí rætt. 

3.DMR
Áframhaldandi viðræður vegna þjónustusamnings frá 1.október 2023. Búið að bjóða fulltrúum ráðuneytis á fund 15.júní en líklega verður hann ekki fyrr en seinna í júní.

4. Þjónustugjöld
Framkvæmdastjóri sendi tillögur um hækkun á þjónustugjöld á stjórn. Mikil óvissa um fjármagn og þarf að funda sérstaklega um það.

5.NAC
Rætt um ráðstefnu NAC sem verður 15.september, búið að opna fyrir skráningu á heimasíðu ÍÆ, https://www.isadopt.is/is/nac. Þemað er Adoption – a lifelong process. Ráðstefna opin öllum sem hafa áhuga á ættleiðingum.

6.Hague 30 ára afmæli
Framkvæmdastjóri tók þátt í ráðstefnu sem haldin var 30.maí í tilefni af 30 ára afmælis Hague samningsins.

7.Tékkland - minnisblað
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað vegna fundar sem skrifstofu ÍÆ og fulltrúar stjórnar áttu við fulltrúa UMPOD í Tékklandi.

8.Sumarlokun skrifstofu - minnisblað
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað vegna sumarlokunar á skrifstofu ÍÆ. Minnisblaðið rætt.

9.Önnur mál
a.Styrkur úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla
Félagið hefur fengið samþykktan styrk að andvirði 150.000 kr. úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2023. 

b. Fundur með Origo
Framkvæmdastjóri fer 15.júní á fund hjá Origo vegna hugsanlegs styrks.

Fundi lokið kl. 18:51
Næsti stjórnarfundur miðvikudaginn 9.ágúst kl. 17:30


Svæði