Fréttir

Stjórnarfundur 15.11.2006

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 15. nóvember 2006, kl. 20:00
11. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2006

Mættir: Ingibjörg J, Ingibjörg B, Pálmi, Kristjana og Arnþrúður, Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.

Fundarstaður: Húsnæði ÍÆ, Ármúla 36, Reykjavík

1)    Málþing 25. nóvember næstkomandi
Öll atriði komin á hreint fyrir málþingið, fyrirlesarar, salur og matur.  Um er að ræða sal í Safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.  Salurinn mjög stór og ætti ekki að vera vandræði með að hafa aðstöðu til að selja bækur og annað frá fjáröflunarnefndinni.  Málþingið verður auglýst með því að senda fréttatilkynningar til fjölmiðla og auk þess til þeirra aðila sem koma að málum tengdum ættleiðingum svo sem félagsráðgjafa, lækna, starfsfólks skóla og leikskóla.

2)    Ráðning félagsráðgjafa
Alls bárust 9 umsóknir um stöðuna.  Búið er að tala við alla umsækjendur.  Stjórn tók ákvörðun um hvaða umsækjandi væri heppilegastur fyrir félagið og mun verða rætt við hann um ráðningu í sem fyrst.

3)    Húsnæðismál
Stjórn þarf að ákveða hvort félagið fari í að leigja stærra húsnæði eða kaupa.  Þegar búið er að ráða félagsráðgjafa er núverandi húsnæði of lítið fyrir starfsemi félagsins.  Samþykkt að fara af stað að leita og vera með opin augu fyrir hentugu húsnæði.   

4)    Sakavottorð
Nýju ítarlegu sakarvottorðin gætu verið að valda umsækjendum vandræðum því þar koma fram brot sem eru löngu fyrnd og einnig brot öll minniháttar brot eins og sektir vegna hraðaksturs og fleira.  Dómsmálaráðureytið er búið að fara yfir þessi ítarlegu sakarvottorð og gefa út forsamþykki.  Vandamál þar sem erfitt getur verið að skýra út fyrir erlendum ættleiðingaryfirvöldum að þessi mál séu fyrnd eða séu minniháttar.  Ákveðið að skrifa dómsmálaráðuneytinu og fara fram á að hætt verði að senda ítarlegu vottorðin út.

5)    Styrkjamálið
Nú er verið að ljúka pappírsvinnslu varðandi styrkjamálið og verður það lagt fyrir ráðherra í næstu viku.  Vonast er til að málið verði afgreitt á þingi fyrir jól.

6)    Beiðni um aukafjárstyrk
Búið að senda bréfið til dómsmálaráðuneytisins. Ekkert hefur heyrst frá þeim enn.  Ákveðið að fá fund með með ráðuneytinu og fylgja þessu eftir.

7)    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007
Setja þarf fræðsluna/námskeiðin upp sem sér lið í bókhaldi til að hægt sé sýna fram á hvað fræðslan kostar félagið.  Gjaldkeri tekur að sér að vinna áætlunina með bókara félagsins.  

8)    Nýjir leiðbeinendur
Kynna þarf nýju leiðbeinendurna á fræðslunámskeiðinu á vefsíðu félagsins. 

9)    Sérfræðingalistinn að beiðni NAC
Þegar eru komin nokkur nöfn á listann en það þarf að kynna listann fyrir sérfræðingum og bjóða þeim að skrá sig á þennan lista.  Senda þarf upplýsingar um listann til sérfræðifélaga, lækna, félagsráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraþjálfara og annarra aðila sem hafa unnið með ættleidda eða kjörfjölskyldur. 

10)    Önnur mál

a.    Styrktarsjóðir fyrirtækja.  Ákvörðun tekin um að sækja um styrk til fyrirtækja vegna ættleiðinga á börnum með sérþarfir að koma því kerfi áfram.
 

b.    Upplýsingar starfsemi ÍÆ.  Verður sett í hand-out í möppu sem afhent verður á málþinginu.

c.    Boð í kínverska sendiráðinu.  Kínverska sendiráðið bauð 2 úr stjórn og framkvæmdastjóra ÍÆ ásamt mökum til kvöldverðar.  Boðið var haldið til að styrkja sambandið milli félagsins og sendiráðsins.  Mjög ánægulegt boð.

d.    Stjónvarpsþátturinn Fyrstu skrefin.  Sigurlaug Jónasdóttir hefur tekið við stjórn þáttarins Fyrstu skrefin á Skjá 1.  Hún ætlar að fjalla um ættleiðingar í einum þáttanna.  Kemur og tekur viðtal við Ingibjörgu J.  Þátturinn verður að öllum líkindum í febrúar.

e.    Utankjörfundaratkvæðagreiðsla.  Pálmi tekur að sér að koma með tillögur varðandi þetta. 

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari


Svæði