Fréttir

Stjórnarfundur 17.05.2017

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 17. maí 2017 kl. 19:30 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b. 

Fundinn sátu: Ari Þór Guðmannsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lára Guðmundsdóttir (fjarfundarbúnaður) og Lísa Björg Lárusdóttir, Dagný Rut Haraldsdóttir, Magali Mouy og Sigurður Halldór Jesson. 

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri. 

Dagskrá: 

1. Fundargerð síðasta fundar. 
2. Mánaðarskýrsla apríl. 
3. NAC fundur í september. 
4. Viðhald ættleiðingarsambanda og stofnun nýrra. 
5. Þjónustusamningur. 
6. Samningur milli umsækjanda og félagsins. 
7. Ferð til Tékklands 
8. Önnur mál. 

 1. Fundargerð síðasta fundar. 
Samþykkt. 

2. Mánaðarskýrslur apríl. 
Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir skýrslunni. Góður rómur kveðinn að henni. 
Rætt um kafla í skýrslunni þar sem sagt er frá frávarpsprófi sem ættleiðingaryfirvöld í Tékklandi gera kröfu um. 
Spurt um þann fjölda ættleiðinga sem áætlaðar eru frá Tékklandi. 
Framkvæmdarstjóri segir frá þakkarbréfi til Sensa. 

3. NAC fundur í september. 
Formaður greinir frá NAC fundi og ráðstefnu sem verður í Helsinki í 29. til 30. september nk. 
Aðal umræðuefnið er þáttur upplýsingatækni og samfélagsmiðla í því að ættleiddir finni foreldra sína og skyldmenni. 

4. Viðhald ættleiðingarsambanda og stofnun nýrra. 
Verið er að skoða möguleika á að opna ættleiðingarsamböndum við ný lönd. 
Í skoðun að skipuleggja ferð til Kólumbíu til að viðhalda sambandinu við það land. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið. 

5. Þjónustusamningur. 
Annars vegar er verið að ræða um þjónustusamning um námskeiðshald við ráðuneytið sem rennur út í september nk. og þjónustusamning félagsins við ráðuneytið um þá þjónustu sem félagið skal sinna. 

Vinna við endurnýjun hefur tafist sökum þeirra breytinga sem hafa orðið í skipan ráðuneyta með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar. Ljóst að gera þarf endurbætur bæði á þjónustusamningi varðandi námskeið og eins þjónustusamningi vegna þjónustu félagsins. 

6. Samningur milli umsækjanda og félagsins. 
Formaður spyr hvernig gangi vinna vegna þessa samnings og ljóst að hann er alveg að verða tilbúinn. 

7. Ferð til Tékklands 
Miðstjórnvald Tékklands var heimsótt af sendinefnd frá Íslandi. Ferðin heppnaðist í alla staði vel og ljóst að sambandið við tékknesk yfirvöld hefur verið styrkt. 

8. Önnur mál 
a. Erindi frá félagsmanni varðandi fræðsluerindi sem hugsanlegt væri að fá fyrir félagsmenn. Erindinu vísað til skrifstofu félagsins. 

b. Framkvæmdastjóra segir frá erindi frá tékkneskum aðila sem vill gera heimildarmynd um börn sem hafa verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands. Stjórn tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjórna vinna áfram í því. 

c. Framkvæmdastjóri segir frá hugmyndum tékkneska miðstjórnvaldsins að koma til Íslands og safna sögum frá fólki sem hefur ættleitt frá Tékklandi. Margar merkilegar sögur hér á Íslandi og stjórn tekur jákvætt verkefnið. 

d. Talað um framlag skemmtinefndar og mikilvægi þess að halda samkomur þar sem börn og foreldrar hittast. Síðasti viðburður var mjög vel heppnaður (Íþróttafjör) og er áhugi á að halda áfram því góða starfi sem nefndin hefur sinnt. 

e. Rætt um mál tengd fræðslumálum félagsins og hvernig hægt er að virkja félagsmenn í að mæta betur. Rætt um möguleika í tengslum við beinar útsendingar og upptökur. 

Fundi slitið kl. 21.30 

Fundarritari: Sigurður Halldór Jesson


Svæði