Stjórnarfundur 24.05.2006
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 24. maí 2006, kl. 20:00
4. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2006
Fundarstaður: Húsnæði ÍÆ, Ármúla 36, Reykjavík
Mættir: Ingibjörg J., Arnþrúður, Ingibjörg B., Karl Steinar, Kristjana og Pálmi. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
1. Álag á skrifstofu
Mikið af umsóknum um ættleiðingar, 33 umsóknir komnar það sem af er ári. Hvernig er hægt að stýra álaginu betur? Hafa t.d. ákveðinn símatíma og viðtöl á skrifstofu? Láta félagsmenn vita af auknu álagi og óska eftir að tillit sé tekið til þess. Sumarstarfsmaður léttir undir með starfsmönnum. Æskilegt að athuga með nýtt húsnæði sem allra fyrst, þannig að búið sé að flytja áður en komið er að ferðum þessara fjölmörgu sem eru núna á biðlista.
2. Reglur varðandi biðlista?
12. til 13. hver umsókn um ættleiðingu er hægt að senda út frá einhleypum samkvæmt reglu í Kína. Varðandi umsókn eftir öðru barni, þá er það regla hjá dómsmáluráðuneytinu að ekki má senda inn umsókn fyrr en eftir að fyrsta barna barn hefur verið heima í 1 ár. Félagsmenn hafa spurt um þessa reglu. Umræða í stjórn um þessa reglu. Niðurstaðan að ekki sé ástæða til að gera athugasemd
3. Fræðsla nýjir leiðbeinendur
Mikil aðsókn er í fræðslunámskeiðin og mikið álag á fræslufulltrúana. Brýnt er að fá liðsauka til að sinna þessari fræslu sem allra fyrst. Æskilegt að leiðbeinendur séu ekki með lítil börn ef um kjörforeldra er að ræða, en einnig getur verið um fagaðila að ræða og þá nauðsynlegt að sá aðili haf einhverja þekkingu eða reynslu af ættleiðingum. Námskeiðin sem þegar hafa verið skipulögð eru uppbókuð og enn vantar eitt námskeið til viðbótar í haust fyrir fólk sem er nýtt á biðlista til að anna eftirspurn. Ákveðið að auglýsa eftir leiðbeinendum, kjörforeldrum eða fagaðilum t.d. á sviði félagsráðgjafar, sálarfræði eða uppeldismenntunar.
4. Húsnæðismál
Tvennt í sigtinu varðandi leiguhúsnæði, annað í Síðumúla sem er að losna og hitt á Suðurlandsbraut. Hvoru tveggja uppfyllir þarfir félagsins og skrifstofunar hvað varðar stærð. Þetta húsnæði verður skoðað í næstu viku. Núverandi leiga er 120 þúsund á mánuði, þarf að skoða vel hvað félagið treystir sér að greiða í leigu.
5. Styrktarmálið
Styrktarmálið, hvar er það statt? Búið að senda inn fyrirspurn til félagsmálaráðuneytis um stöðuna á málinu m.a. hvort búið er að stofna þessa nefnd sem til stóð. Ekkert svar fengist enn.
6. Heimasíðan
Gert er ráð fyrir frekari þróun á efni inni á vefsíðunni. Þarf t.d. að setja upplýsingar um skrifstofuna undir félagið, opnunartíma og fleira. Vilji til að gera vefinn meira lifandi, setja inn fleiri fréttir um það sem er að gerast í félaginu og ættleiðingum. Búið að búa til póstlista í tengslum við vefsíðuna t.d. stjorn@isadopt.is.
7. Indland
CARA hefur sent ÍÆ ný útkomna bók, “guidlines” í ættleiðingum á Indlandi. Það er greinilegt að Indverjar hafa litið til Kína varðandi þessar reglur, sem þeir hafa sett upp varðandi ættleiðingar. Skýrslan vegna endurnýjunar á starfsleyfi ÍÆ á Indlandi er um það bil að verða tilbúin. Við fyrstu sýn, er helsta breytinginn sú að Indverjar hafa hækkað aldursskilyrðin upp í 30 ár.
8. Ný afstaðin ráðstefna í Svíþjóð
Guðrún og Gerður sóttu ráðstefnu hjá Adoption Centrum í Svíþjóð. Þar var mikið rætt um sálfræðileg mál en ekki endilega um ættleiðingar.
9. Persónuvernd
Kröfur um vörslu persónugreinanlegra upplýsinga. Upplýsingar um persónuvernd á www.personuvernd.is. Félagið þarf að kynna sér þessi mál vel þar sem starfsemi félagsins fellur undir lög um vernd persónulegra upplýsinga. Gæti verið gott að setja sig í samband við persónuvernd og fá ráðleggingar hjá þeim hvernig geymsla og umgengni við þessi gögn á að vera. Ágætt að tengja þetta mál við flutning á skrifstofunni.
10. Önnur mál
Búið að senda bréf til Kína um að félagið vilji kynna sér betur ættleiðingar á börnum með sérþarfir og óskað eftir frekari upplýsingum um það ferli.
Næsti fundur ákveðinn 22. júní. Fleira ekki rætt og fundi slitið.
Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari