Fréttir

Stjórnarfundur 25.10.2006

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 25. október 2006, kl. 20:00
10. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2006

Mættir: Ingibjörg J., Ingibjörg B., Karl Steinar og Arnþrúður.  Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn

1)    Special Need Children
Upplýsingar á leiðinni um börn með sérþarfir, sem óskað er eftir að ÍÆ finni foreldra fyrir.  Upplýsingar eru á kínversku og þurfa að fara í þýðingu og síðan í yfirferð hjá lækni.  Mikilvægt er að þetta ferli sé kynnt fyrir félagsmönnum sem fyrst.  Sett verður ítarleg kynning inn á lokaða svæðið og setja stutt frétt inn á forsíðuna þar sem sagt er á því að þetta samstarf sé hafið.  Sent verður bréf til þeirra sem eru þegar á biðlista og eru komnir með forsamþykki.

2)    Beiðni til dómsmálaráðuneytisins vegna aukafjárveitingu
Farið yfir uppkast af bréfi vegna beiðni um aukafjárveitingu vegna kostnaði við námskeið og útgáfu fræðslurita.  Þetta bréf þarf að senda sem allra fyrst til dómsmálaráðuneytisins.

3)    Hækkun gjalda
Fresta þarf gildistöku hækkunarinnar til 1. desember.  Hækkunina þarf að tilkynna á netinu sem fyrst. 

4)    Starfsmannamál
Starfsmannamál rædd og gjaldkera falið að gera ráðningarsamninga við starfsmenn og afgreiða launamál.

5)    Önnur mál

a.    Styrkjamálið.  Fundur í dag í starfshópnum og komin drög að lögum og greinargerð um styrkina.  Vonast er til að starfshópurinn geti skilað af sér til ráðherra strax eftir mánaðarmótin.

b.    Málþingið.  Tillaga um að fá félagsmálaráðherra til að opna málþingið þann 25. nóvember.  Dagskrá málþingsins verður sett inn á vefsíðuna fljótlega. 

c.    Bréf frá dómsmálaráðuneytinu.  Frumvarp til laga um flutning verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sýslumannsembætta.  Óskað eftir að umsögn félagsins.  ÍÆ kemur með þá umsögn að það geri ekki aðrar athugasemdir en þær að þessar breyting megi ekki verða til kostnaðarauka fyrir félagið og tryggt verði að málsmeðferðarhraði verði ekki lengri en hann er í dag.

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

Arnþrúður Karlsdóttir 
Fundarritari


Svæði