Börn með skilgreindar þarfir

Börn með skilgreindar þarfir eru einnig ættleidd frá Tékklandi. Í sumum samstarfsríkjum Íslenskrar ættleiðingar eru sérstakir biðlistar eftir barni með skilgreindar þarfir, en því er ekki þannig háttað í Tékklandi.
Yfirvöld í Tékklandi hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar í leit að umsækjendum vegna barna með skilgreindar þarfir.
Félaginu berast þá upplýsingar um tiltekið barn og er óskað eftir aðstoð við að finna foreldra fyrir barnið.
Umsókn um tiltekið barn er þá send til UMPOD og er hún tekin fyrir af ættleiðingarnefnd. Upplýsingar um þetta tiltekna barn hafa verið sendar til allra samstarfsaðila UMPOD og ef fleiri en ein umsókn berst til UMPOD um þetta tiltekna barn, velur ættleiðingarnefndin þá umsækjendur sem þeir telja besta fyrir barnið.

Svæði