Viðtal vegna umsóknar um forsamþykki

Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að ættleiða barn erlendis frá þarf að fá forsamþykki til ákveðins lands. Yfirleitt líða um 6 - 12 mánuðir frá því að umsókn um forsamþykki fer frá ÍÆ þangað til sýslumaður gefur það út. Forsamþykki er staðfesting frá íslenskum yfirvöldum sem staðfesta að umsækjendur eru hæfir til að ættleiða barn. Öll erlend ríki fara fram á að forsamþykki fylgi umsókn um ættleiðingu. Íslensk ættleiðing móttekur umsókn um forsamþykki ásamt fylgigögnum, fer yfir hana og sendir til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Umsækjendur fá fræðslu um meginákvæði íslenskra og alþjóð­legra reglna um ættleiðingar á börnum milli landa. Íslensk ættleiðing og umsækjendur gera með sér samning vegna milligöngu um ættleiðingu með það að markmiði að gera grein fyrir gagnkvæmum réttindum og skyldum og stuðla að góðu og farsælu samstarfi. Áður en umsóknin er send þarf að greiða gjald vegna umsóknar um forsamþykki, sjá nánar í gjaldskrá. Þetta gjald er ekki endurgreidd þó umsókn sé hafnað.

captcha

Svæði