Fréttir

DV - „Ísland er mikill eftirbátur annarra Norðurlanda“

Mynd Photos
Mynd Photos

Ísland er mikill eftirbátur annara Norðurlanda á sviði ættleiðinga ekki er hægt að una við langa biðlista eftir barni hér innanlands, meðan staðfest er að yfirgefnum og munaðarlausum börnum í heiminum er ekki að fækka. Kemur þetta fram í tilkynningu frá nýsameinuðu ættleiðingarfélagi Íslenskrar ættleiðingar og Alþjóðlegrar ættleiðingar.

Ættleiðingarfélögin tvö, Íslensk ættleiðing og Alþjóðleg ættleiðing, hafa verið sameinuð undir merkjum Íslenskrar ættleiðingar. Segir í tilkynningu frá nýja félaginu að möguleikar umsækjenda um að ættleiða barn munu aukast í upphafi umsóknarferilsins. Segir einnig að sameiningin muni jafnframt auka á skilvirkni í hópi þeirra sem hér á landi leggja á sig margvíslegt sjálfsboðastarf í þágu munaðarlausra og yfirgefinna barna erlendis.

Íslensk ættleiðing fer með ráðstöfun eigna Alþjóðlegrar ættleiðingar hér eftir og yfirtekur þær skuldbindingar Alþjóðlegrar ættleiðingar er varða ættleiðingarsambönd og afgreiðslu umsókna um ættleiðingar sem áður voru á ábyrgð Alþjóðlegrar ættleiðingar.


Svæði