Fréttir

Að byrja í leikskóla - að byrja í grunnskóla

Flestum ættleiddum börnum farnast vel í leik- og grunnskóla bæði í námi og félagslegu samhengi. Alltaf er þó þörf á því að hafa í huga þau atriði sem skipta máli þegar kemur að skólabyrjun barnanna og ekki síst hvað það er sem við sem foreldrar getum gert til að þessi reynsla verði barninu til farsældar og ánægju.

Íslensk ættleiðing heldur tvö fræðslukvöld, annars vegar um leikskólabyrjun og hins vegar um grunnskólabyrjun þar sem m.a. annars verður bent á ýmsa gagnlega þætti sem reynsla annarra hefur sýnt að skipta máli varðandi skólabyrjun og skólagöngu ættleiddra barna.

Byrjað verður á stuttu innleggi en lagt upp úr notalegu spjalli foreldranna á milli.

Fræðslan í Reykjavík fer fram í húsnæði ÍÆ, Skipholti 50b. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á isadopt@isadopt.is

Reykjavík - mánudaginn 13. ágúst kl. 20:00 ,,Að byrja i leikskóla” umsjón Díana Sigurðardóttir leikskólasérkennari og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennari:

Akureyri – miðvikudaginn 15. ágúst kl. 20:00 ,,Að byrja í leik- og grunnskóla” umsjón Jórunn Elídóttir sérkennslufræðingur og dósent við Háskóla Akureyrar.
Þeir sem hafa hug á að mæta tilkynni sem fyrst þátttöku til Jórunnar je@unak.is og verður fundarstaður ákveðinn í samræmi við þátttöku og tilkynntur þeim er hafa hug á að mæta.

Reykjavík - fimmtudaginn 16. ágúst kl. 20:00 ,,Að byrja í grunnskóal” umsjón Anna K. Eirísksdóttir þroskaþjálfi/sérkennari og Guðbjörg Grimsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari


Svæði