Fréttir

Ađalfundur 17.mars 2022

Fundargerđ ađalfundar Íslenskrar ćttleiđingar, mánudaginn 17.mars 2022, kl. 20.00.  

Fundarstađur: Framvegis, miđstöđ símenntunar, Borgartúni 20, 3.hćđ, 105 Reykjavík. 
Mćtt af hálfu stjórnar:  Lísa Björg Lárusdóttir sitjandi formađur, Berglind Glóđ Garđarsdóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Tinna Ţórarinsdóttir. Fjarverandi voru: Dylan Herrera og Sigurđur Halldór Jesson. 
Mćtt af hálfu starfsfólks skrifstofu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, framkvćmdarstjóri, Ragnheiđur Davíđsdóttir, verkefnastjóri og Rut Sigurđardóttir, félagsráđgjafi. 
Fundargerđ ađalfundar ritađi: Ragnheiđur Davíđsdóttir  

Dagskrá ađalfundar:  

  1. Fundarstjóri og fundarritari kjörnir.
  2. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur ţess á liđnu starfsári. 
  3. Ársreikningur félagsins fyrir liđiđ starfsár ásamt athugasemdum endurskođanda félagsins lagđur fram til samţykktar. 
  4. Kjör stjórnar.
  5. Ákvörđun árgjalds. 
  6. Breytingar á samţykktum félagsins.
  7. Umrćđur og atkvćđagreiđslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. 

 1. Fundarstjóri og fundarritari kjörnir 

Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvćmdarstjóri Íslenskrar ćttleiđingar setti fundinn og bauđ fundarmenn velkomna. Elísabet tilnefndi Eygló Jónsdóttur fundarstjóra og Ragnheiđi Davíđsdóttur fundarritara og var ţađ samţykkt af fundarmönnum.  

Fundarstjóri bauđ fundarmenn velkomna og kallađi eftir mótmćlum um bođun fundarins.  

Engin andmćli bárust og telst fundurinn ţví löglega bođađur án athugasemda.  

Fundarstjóri fór yfir dagskrá fundarins og bauđ stjórnarformanni ađ kynna skýrslu stjórnar og ársreikning félagsins. 

2. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur ţess á liđnu starfsári.  

Elísabet Hrund Salvarsdóttir, framkvćmdastjóri kynnti og fór yfir skýrslu stjórnar fyrir starfsáriđ 2021.  

Kristinn Ingvarsson hćtti sem framkvćmdarstjóri um áramótin og er honum ţakkađ fyrir vel unnin störf.  
Reykjavíkurmaraţon var ekki haldiđ áriđ 2021 sem hafđi áhrif á styrki ţađ áriđ. Breytingar voru á skrifstofu, t.d. var stofnuđ facebooksíđa (like-síđa) og instagramsíđa.  

4 börn ćttleidd til Íslands áriđ 2021. Fćrri börn ćttleidd í heiminum og kemur ţađ til međal annars vegna breytinga sem verđa í upprunalöndunum, t.d. í Kína mega fjölskyldur eignast fleiri börn, barnaverndarkerfi ađ breytast í löndunum, sum lönd ađ loka ţví ekki er taliđ nćgilega tryggt ađ börnin ţađan séu löglega ćttleidd.   

KPMG gerđi úttekt á félaginu í lok 2021.  

Ekki var óskađ eftir áframhaldandi löggildingu í Búlgaríu en ekki hefur veriđ áhugi ađ senda umsóknir ţangađ. Veriđ ađ vinna ađ löggildingu í Indlandi. Erum međ löggildingu í Kína, Kólumbíu, Tékklandi og Tógó. Veriđ ađ huga ađ ţví ađ klára löggildingu í Kólumbíu og til Dóminíska lýđveldis.  

Spurningar úr sal.  

Spurt um tölfrćđi, hvort hún sé til?  
Tölfrćđin er til hjá okkur. Viđ vorum einnig ađ fá PowerBI sem heldur betur utan um alla tölfrćđi. 

Varđandi reglugerđabreytingar, hvađa atriđi er ţađ ađallega? 
Til dćmis varđandi ţjónustu viđ uppkomna ćttleidda, stendur ekki í reglugerđ. 
Til ađ uppfylla Haag samninginn ţyrfti ţetta ađ vera í reglugerđinni. 
Farsćldarlögin, ćttleiddu börnin ćttu ađ falla inn í ramma ţar.  

Engar fleiri spurningar og fundarstjóri ţakkar fyrir yfirferđ á skýrslu. 

3. Ársreikningur félagsins fyrir liđiđ starfsár ásamt athugasemdum endurskođanda félagsins lagđur fram til samţykktar. 

Stjórnarformađur fór yfir reikninga og rekstur síđasta árs.  

Fundarstjóri ber ársreikning 2021 til samţykktar. 

Spurning úr sal: 

Hvađ eru helstu liđir undir eignir? Undir eignir fellur t.d. sjóđur sem var stofnađur fyrir „Húsiđ í skóginum“. Höfum ţurft ađ nota sjóđinn og ţví fara eignir lćkkandi. 

2020 ţurfti ađ breyta gjaldskránni ţar sem ríkisstyrkurinn myndi ekki hćkka.  

Ársreikningur verđur birtur á heimasíđu félagsins.   

Engar fleiri spurningar og ársreikningur samţykktur samhljóđa fyrir starfsáriđ 2021. 

4. Kjör stjórnar 

Stjórn Íslenskrar ćttleiđingar skal skipuđ 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm međstjórnendum. Kosning stjórnarmanna rćđst af atkvćđamagni. Falli atkvćđi jafnt viđ kjör skal endurtaka kosningu milli viđkomandi frambjóđenda og falli atkvćđi enn jafnt rćđur hlutkesti. Sé ađeins einn frambjóđandi í kjöri skođast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á ađalfundi ár hvert eđa aukaađalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, ţrjá annađ áriđ og fjóra á ţví nćsta.   

Fjögur stjórnarsćti eru laus til kosningar og bárust 4 frambođ. 

Dylan Herrera og Sigurđur Halldór Jesson láta af störfum.  
Er ţeim ţakkađ fyrir gott samstarf síđustu ár. 

Berglind Glóđ Garđarsdóttir gefur áfram kost á sér til stjórnarsetu.  

Gylfi Már Ágústsson, Svandís Sigurđardóttir og Örn Haraldsson bjóđa sig fram í fyrsta sinn.  

Ţau teljast sjálfkjörin og eru stjórnameđlimir nćstu tveggja ára.  
Nýjir stjórnarmenn bođnir velkomnir međ lófataki.

4. Ákvörđun um árgjald: 

Elísabet Hrund Salvarsdóttir leggur til ađ árgjald félagsins haldist óbreytt og verđi áfram 3.500 kr.  
Fundarstjóri spyr hvort einhver mótmćli eđa komi međ ađrar tillögur.  
Svo er ekki og árgjald telst ţví samţykkt. 

Spurning úr sal: Hvađ eru margir félagsmenn?  Áriđ 2021 voru 356 félagsmenn. 

6. Breytingar á samţykktum félagsins 

Breytingar á samţykktum félagsins ţarf ađ skila inn fyrir 31.janúar 2022.  

Ein breytingartillaga barst á samţykktum félagsins, nćr tillagan til 6.greinar um Stjórn:  

Í dag er 6.grein:

Stjórn 
Stjórn félagsins skal skipuđ 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm međstjórnendum. Kosning stjórnarmanna rćđst af atkvćđamagni. Falli atkvćđi jafnt viđ kjör skal endurtaka kosningu milli viđkomandi frambjóđenda og falli atkvćđi enn jafnt rćđur hlutkesti. Sé ađeins einn frambjóđandi í kjöri skođast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á ađalfundi ár hvert eđa aukaađalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, ţrjá annađ áriđ og fjóra á ţví nćsta.  
Stjórnin skiptir sjálf međ sér verkum. 
Í stjórninni skulu eiga sćti lćknir og lögfrćđingur, en verđi ţví ekki viđ komiđ skal stjórn félagsins, í samráđi viđ innanríkisráđuneytiđ, ráđa trúnađarlćkni og/eđa lögfrćđing til ráđgjafar. Stjórnarmenn skulu hafa ţekkingu á ţeim málum er varđa ćttleiđingar á erlendum börnum. Stjórnin rćđur löggiltan endurskođanda eđa endurskođunarfélag. 
Formađur bođar og stýrir stjórnarfundi. 
Stjórnarfundur telst lögmćtur ef hann sćkir meirihluti stjórnar. 
Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli félagsfunda. 
Stjórnarmenn félagsins, starfsmenn og ađrir sem kunna ađ vinna í ţágu félagsins, eru bundnir ţagnarskyldu um hvađeina er ţeir fá vitneskju um varđandi einkahagi manna viđ störf sín fyrir félagiđ. Ţagnarskylda helst ţótt látiđ sé af störfum. 
Stjórnarmeđlimir, starfsmenn og ađrir sem kunna ađ vinna í ţágu félagsins mega ekki taka ţátt í afgreiđslu ćttleiđingarmáls ef ţeir eđa menn ţeim nákomnir eru ađilar málsins.   

Í tillögunni er lagt til ađ bćtt verđi viđ 6.greinina neđangreindu: 

Komi upp ađstćđur eđa tilvik er varđar stjórnarmann ţess eđlis ađ áframhaldandi stjórnaseta hans samrýmist ekki hagsmunum eđa rekstri félagsins getur stjórn tekiđ ákvörđun um ađ víkja honum úr stjórn. Slík ákvörđun skal tekin međ atkvćđagreiđslu á stjórnafundi. Ef stjórnarmanni er vikiđ úr stjórn í kjölfar atkvćđagreiđslu getur hann skotiđ ţeirri ákvörđun til ađalfundar. Getur ţá stjórn bođađ til aukafundar félagsmanna sbr. 7. gr. samţykktar ÍĆ.  
Stjórnarmađur telst vera í leyfi frá stjórnasetu ţar til ákvörđun liggur fyrir á ađalfundi eđa aukafundi, eftir atvikum. 
Stjórnarmađur sem brottvísun beinist ađ skal veitt fćri á ađ tjá sig um máliđ áđur en stjórn tekur ákvörđun. Ađ öđru leyti skal hann víkja viđ málsmeđferđ og er ekki heimilt ađ taka ţátt í atkvćđagreiđslu stjórnar.  

Ábending úr sal: Ţyrfti ekki ađ skođa tímarammann, ađ ţađ sé ákveđinn tími, t.d. 30 dagar, ef langt er í nćsta ađalfund? Góđ ábending og ţyrfti ađ skođa hvort ćtti ađ bćta ţví viđ.  

Tillagan er samţykkt. 

7. Umrćđur og atkvćđagreiđslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. 

Fundargestur vildi koma á framfćri ţökkum til Kristins Ingvarssonar fyrir flott starf í gegnum árin. 

Elísabet Hrund fékk ţakkir fyrir frábćr störf sem formađur Íslenskrar ćttleiđingar og voru henni fćrđar gjafir frá stjórn og starfsfólki ÍĆ.  

Engin önnur mál tekin fyrir.  

Fundarstjóri ţakkar fyrir góđan fund. 
Fundi slitiđ kl. 21:00 

 

Svćđi