Fréttir

Ađalfundur 2020

Ađalfundur Íslenskrar ćttleiđingar var haldinn 25. maí síđastliđinn eftir ađ hafa í tvígang veriđ frestađ vegna COVID-19.
Á fundinum fór formađur félagsins yfir árskýrslu stjórnar og reikninga félagsins á síđastliđinu ári. Ársskýrsluna ásamt ársreikningi er hćgt ađ skođa hér á heimasíđu félagsins.

Sjálfkjöriđ var í stjórn félagsins, en stjórnin er skipuđ sjö stjórnarmönnum. Ađ ţessu sinni voru ţrjú sćti laus í stjórninni, ţví ađ annađ hvert ár er kosiđ um ţrjú sćti en hitt áriđ fjögur sćti.
Ingibjörg Valgeirsdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir gáfu ekki kost á sér á ný eftir tveggja ára setu í stjórninni og ţakkar félagiđ ţeim fyrir óeigingjarnt starf í ţágu ćttleiđingarmálaflokksins.
Sigurđur H. Jesson, Berglind Glóđ Garđarsdóttir og Dylan Herrera gáfu kost á sér til stjórnarsetu fyrir nćstu tvö ár. Sigurđur hefur setiđ í stjórn félagsins frá árinu 2016, en Berglind og Dylan ađ koma ný inn.

Berglind Glóđ er međ meistaragráđu í lögfrćđi frá Háskóla Íslands og hérađsdómslögmannsréttindi. Hún starfar sem sviđsstjóri yfir skađabótasviđi hjá OPUS lögmönnum, en hún hefur starfađ ţar síđastliđin 5 ár. Berglind ţekkir vel til starfa félagsins, ţví ađ hún og eiginmađur hennar hafa nýveriđ fariđ í gegnum umsóknaferliđ hjá félaginu og eru nú međ samţykkta umsókn á biđlista um ćttleiđingu barns frá Tékklandi.
Dylan Herrera er međ BA gráđu í fjármálum og alţjóđasamskiptum frá Externado háskólanum og meistaragráđu í alţjóđasamskiptum og alţjóđlegu öryggi frá Sciences Po, París. Hann hefur starfađ hjá UNESCO, IOM, Folke Bernadotte Academy og stjórnvöldum í Kólumbíu, međal annarra stofnana. Hann hefur veriđ lektor í alţjóđasamskiptum, alţjóđaöryggi, nútímasögu og samanburđi átaka í Rómönsku Ameríku.

Lagt var til ađ hćkka árgjald félagsins úr 2.900 krónum í 3.500 krónur og var ţađ samţykkt samhljóđa.

Ein breytingartillaga á samţykktum félagsins barst fundinum. Tillagan var send međ ađalfundarbođinu svo ađ félagsmenn gćtu kynnt sér hana. Tillagan var borin upp á fundinum en var felld međ meirihluta atkvćđa.

Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar skipti hún međ sér verkum samkvćmt samţykktum félagsins.
Elísabet Hrund Salvarsdóttir fékk áfram umbođ til ađ leiđa formennsku og var Lísa Björg Lárusdóttir valin sem varaformađur.
Lísa var einnig valin sem fulltrúi félagsins í stjórn NAC og mun Ari Ţór Guđmannsson vera varamađur hennar.
Ari Ţór var valinn til ađ vera fulltrúi félagsins í stjórn EurAdopt, en Elísabet Hrund verđur varamađur hans.
Elísabet Hrund er einnig formađur stjórnar NAC, en hún tók viđ ţví hlutverki af Irene Pärssinen-Hentula í apríl.
Stjórn félagsins 2020-2021 er ţví ţannig skipuđ:
Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formađur
Lísa Björg Lárusdóttir, varaformađur
Ari Ţór Guđmannsson
Berglind Glóđ Garđarsdóttir
Dylan Herrera
Magali Mouy
Sigurđur H. Jesson

Spennandi áskoranir á áhugaverđum tímum bíđa nýrrar stjórnar og er henni óskađ velfarnađar.


Svćđi