Fréttir

Aðalfundur 2023

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 28. mars 2023, kl. 20:00.

Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir:

1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar. 
3. Kjör stjórnar.
4. Ákvörðun árgjalds.
5. Breytingar á samþykktum félagsins. 
6. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

Um stjórnarkjör:
Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning
stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli
viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í
kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár
hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið
og fjóra á því næsta. 

Þrjú stjórnarsæti eru laus til kosningar á næsta aðalfundi og er vakin athygli á að framboðsfrestur
til stjórnarkjörs er samkvæmt samþykktum félagsins í síðasta lagi til kl. 20:00 þann 14.mars og skal
senda framboð til félagsins á netfangið isadopt@isadopt.is.

Um breytingar á samþykktum félagsins:
Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi
31.janúar ár hvert.

Ein breytingartillaga barst á samþykktum félagsins, nær tillagan til 6.greinar um Stjórn:

Meðfylgjandi er tillaga að breytingum á 6. gr. samþykkta félagins er varðar brottvikningu stjórnar-
manns, er bæði lögð fram tillaga að breytingu á orðalagi auk þess sem bætt er við fresti í samræmi
við athugasemd á síðasta aðalfundi félagsins í mars 2022.

Í dag er 6.grein

Stjórn
Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning
stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli
viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi
í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi
ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað
árið og fjóra á því næsta. 
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.
Í stjórninni skulu eiga sæti læknir og lögfræðingur, en verði því ekki við komið skal stjórn félagsins,
í samráði við innanríkisráðuneytið, ráða trúnaðarlækni og/eða lögfræðing til ráðgjafar. Stjórnarmenn
skulu hafa þekkingu á þeim málum er varða ættleiðingar á erlendum börnum. Stjórnin ræður löggiltan
endurskoðanda eða endurskoðunarfélag.
Formaður boðar og stýrir stjórnarfundi.
Stjórnarfundur telst lögmætur ef hann sækir meirihluti stjórnar.
Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli félagsfunda.
Stjórnarmenn félagsins, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins, eru bundnir
þagnarskyldu um hvaðeina er þeir fá vitneskju um varðandi einkahagi manna við störf sín fyrir
félagið. Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum.
Stjórnarmeðlimir, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins mega ekki taka þátt í
afgreiðslu ættleiðingarmáls ef þeir eða menn þeim nákomnir eru aðilar málsins.
Komi upp aðstæður eða tilvik er varðar stjórnarmann þess eðlis að áframhaldandi stjórnaseta hans
samrýmist ekki hagsmunum eða rekstri félagsins getur stjórn tekið ákvörðun um að víkja honum úr
stjórn. Slík ákvörðun skal tekin með atkvæðagreiðslu á stjórnafundi. Ef stjórnarmanni er vikið úr stjórn
í kjölfar atkvæðagreiðslu getur hann skotið þeirri ákvörðun til aðalfundar. Getur þá stjórn boðað til
aukafundar félagsmanna sbr. 7. gr. samþykktar ÍÆ.  
Stjórnarmaður telst vera í leyfi frá stjórnasetu þar til ákvörðun liggur fyrir á aðalfundi eða aukafundi,
eftir atvikum. Stjórnarmaður sem brottvísun beinist að skal veitt færi á að tjá sig um málið áður en stjórn
tekur ákvörðun. Að öðru leyti skal hann víkja við málsmeðferð og er ekki heimilt að taka þátt í
atkvæðagreiðslu stjórnar.  

Í tillögunni er lagt til eftirfarandi breytingar á 6.greininni:

Í stað "Ef stjórnarmanni er vikið úr stjórn í kjölfar atkvæðagreiðslu getur hann skotið þeirri ákvörðun til
aðalfundar. Getur þá stjórn boðað til aukafundar félagsmanna sbr. 7. gr. samþykktar ÍÆ."
komi  "Hafi 
stjórnarmanni verið vikið úr stjórn í kjölfar atkvæðagreiðslu getur hann krafist þess að sú ákvörðun verði
tekin fyrir á aðalfundi félagsins. Í kjölfarið getur stjórn boðað til aukafundar félagsmanna sbr. 7. gr.
samþykktar ÍÆ og skal boða til slíks fundar innan við 14 daga frá því að krafa stjórnarmanns liggur fyrir."
    

Eftir breytingar yrði 6.greininn eftirfarandi:

Stjórn
Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning
stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli
viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í
kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár
hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið
og fjóra á því næsta. 
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.
Í stjórninni skulu eiga sæti læknir og lögfræðingur, en verði því ekki við komið skal stjórn félagsins, í
samráði við innanríkisráðuneytið, ráða trúnaðarlækni og/eða lögfræðing til ráðgjafar. Stjórnarmenn skulu
hafa þekkingu á þeim málum er varða ættleiðingar á erlendum börnum. Stjórnin ræður löggiltan
endurskoðanda eða endurskoðunarfélag.
Formaður boðar og stýrir stjórnarfundi.
Stjórnarfundur telst lögmætur ef hann sækir meirihluti stjórnar.
Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli félagsfunda.
Stjórnarmenn félagsins, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins, eru bundnir
þagnarskyldu um hvaðeina er þeir fá vitneskju um varðandi einkahagi manna við störf sín fyrir félagið.
Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum.
Stjórnarmeðlimir, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins mega ekki taka þátt í
afgreiðslu ættleiðingarmáls ef þeir eða menn þeim nákomnir eru aðilar málsins.
Komi upp aðstæður eða tilvik er varðar stjórnarmann þess eðlis að áframhaldandi stjórnaseta hans
samrýmist ekki hagsmunum eða rekstri félagsins getur stjórn tekið ákvörðun um að víkja honum úr
stjórn. Slík ákvörðun skal tekin með atkvæðagreiðslu á stjórnafundi. Hafi stjórnarmanni verið vikið úr
stjórn í kjölfar atkvæðagreiðslu getur hann krafist þess að sú ákvörðun verði tekin fyrir á aðalfundi
félagsins. Í kjölfarið getur stjórn boðað til aukafundar félagsmanna sbr. 7. gr. samþykktar ÍÆ og skal
boða til slíks fundar innan við 14 daga frá því að krafa stjórnarmanns liggur fyrir.

Stjórnarmaður telst vera í leyfi frá stjórnasetu þar til ákvörðun liggur fyrir á aðalfundi eða aukafundi,
eftir atvikum. Stjórnarmaður sem brottvísun beinist að skal veitt færi á að tjá sig um málið áður en stjórn
tekur ákvörðun. Að öðru leyti skal hann víkja við málsmeðferð og er ekki heimilt að taka þátt í
atkvæðagreiðslu stjórnar.  

Úr samþykktum Íslenskrar ættleiðingar

7. grein
Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum
sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Til aukaaðalfundar skal boða með
sama fyrirkomulagi og til aðalfundar samkvæmt 7. mgr.
Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:
Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins
skal lagður fram til samþykktar.
Kjör stjórnar.
Ákvörðun árgjalds.
Breytingar á samþykktum félagsins.
Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Breytingar á stjórn félagsins skal tilkynna dómsmálaráðuneytinu áður en 14 dagar eru liðnir.
Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta
lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði.
Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur
vikum fyrir aðalfund.

Aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu endurskoðenda eða 2/3
félagsmanna. Skulu þeir boðaðir bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði
skal koma fram tilefni fundarins.

 


Svæði