Fréttir

Ættleiddum börnum vegnar vel á Íslandi

Á vef Háskóla Íslands er stutt umfjöllun um rannsókn þeiira Hönnu Ragnarsdóttur og Elsu Sigríðar Jónsdóttur á ættleiddum börnum á Íslandi, reynslu þeirra af aðlögun og skólagöngu.

Þar fullyrðir Hanna að „Undantekningarlaust fá ættleidd börn mikinn stuðning á heimilum sínum og þeim gengur yfirleitt vel í skóla,“ Hún segir jafnframt að fjölskyldur ættleiddra barna séu sterkar. Atvik sem snerta litarhátt og uppruna hafi komið upp í skólunum en tekið hafi verið á þeim. Börnin séu jafnframt mjög opin gagnvart uppruna sínum.

Fréttin á vef HÍ er í heild sinni hér.


Svæði